Ég var að downloada fedora core 6 í gær og skrifaði það á diska.
Ég setti disk 1 í og restartaði.
Það boot-aðist og linux setup fór í gang.
Það gekk allt vel þangað til ég var að velja applications (eða hvað sem þetta var).
Ég gat valið eitthvað fullt, man bara eftir einu og það var “graphics”.
Ég ýtti á next og það kom upp gluggi sem stóð “checking dependencies in packages selected for installiations” og það fór að “loadast” en þegar það var komið út í enda (það var smá eftir) þá fraus þetta bara, ég gat hreyft músina og það voru svona bláir deplar að snúast í kringum hana.
En þetta fór ekki lengra.

Svo líka eitt, þegar ég er að setja þetta upp, þá frýs þetta alltaf ef ég bíð í sirka 1 mín eða lengur og ýti svo á next þá fer þetta ekkert áfram… frýs bara :/


Plís hjálpið mér, ég er ráðþrota :(