Hefur einhver hér notað mod_auth_any Apache modúlinn? Og ef svo er gætuð þið nokkuð póstað sýnishorni af skriftu sem er notuð með mod_auth_any?

Ég er kannski eitthvað blindur en mér gengur ómögulega að finna einhverjar upplýsingar um hvernig skriftan sem er notuð til að authenticate-a notendur á að virka. Þ.e. hverju hún á að skila og hvernig.

Ef skrifan skilar einhverjum texta virðist svarið alltaf vera jákvætt og að setja return gildið sem 0 eða 1 virðist ekki gilda.

Datt í hug að spyrja hér áður en ég fer að kafa ofan í source-inn. :-)