Jæja, nú er kominn sá tími að ég ætla að setja inn Mandrake 7.2 hjá mér, enda er ég algjör beginner í linux málum. Fyrir, er ég með win2k á 17gb disk, hann er primary master eins og er…
Ég ætla mér hinsvegar að hafa linux diskinn primary og hinn með windowsinu slave… ekki slæm hugmynd, þaggi?
Svo ætla ég mér að geta valið um hvort ég fer í linux eða windows - eftir minni bestu vitund verður lilo að koma fyrst og svo win2k os loaderinn…? er þetta nokkuð vandamál? ég er með hd sem er 4.3GB, sem inniheldur rh6 en ég þarf nú að formata hann… er nokkuð mál að gera allt þetta í mandrake setupinu? - stilla þetta fyrir 2 harða diska, og alles..?
Svo er ég líka að spá í minnið… ég er með 384mb innra minni… bara betra er það ekki?

Svo ætla ég mér ekki að ráðast í þetta fyrr en ég hef fengið ráðleggingar frá ykku gúrúum… :)

Takk, Árni