Það koma oft upp heitar umræður um það hvort Linux eða Windows sé nú betra stýrikerfi. Þá er eins og fólk ákveði að annað sé að öllu leyti gott á meðan hitt sé alslæmt.
Sjálf nota ég bæði Linux og Windows, Linux í skólanum en Windows heima (á bara eftir að setja upp Linuxinn heima!). Ég verð samt að segja að þó mér líki betur við Linux þá er Windows alls ekki alslæmt, margir “fídusar” eru t.d. nánast eins á báðum stýrikerfunum. Ef maður hugsar um það, þá hljóta nú að vera ástæður fyrir því að fólk notar bæði stýrikerfin (aðrar heldur en að fólk þekki ekki hitt stýrikerfið, þá oftast Linux).
Kveðja, Pooh