Búddismi Ég hef aðeins verið að kynna mér búddisma, og ákvað því að skella inn smá upplýsingum um hvað búddismi er.

Búddismi er fullkomin leið fyrir einstaklinginn til að ná heilnæmum þroska. Frekar en að hvetja okkur til að flýja vandamál okkar og annarra, kennir hann okkur að vinna á þeim með því að skilja og útrýma orsök þeirra.

Á meðan við leitum venjulega að orsökum vandamála okkar í ytri kringumstæðum, kenndi Búdda okkur að leita innra með okkur. Hann sýndi hvernig óánægjutilfinningar okkar rísa upp af neikvæðum hugarástöndum - aðallega af reiði, girndar festingu, og fávisku. Hann kenndi aðferðir til að útrýma þeim með þvi að þróa samuð, jafnaðargeð, visku og önnur jákvæð hugarástönd. Með þvi að rækta þessa góðu eiginleika komumst við að innra ástandi varanlegs friðar og hamingju.

Búdda kenndi þessar aðferðir lærisveinum sínum; margir hverra gerðu þær að veruleika í lífi sínu, og öðluðust þannig fullkomna uppljómun. Þeir vísuðu einnig öðrum veginn, og kynslóð eftir kynslóð barst hin lifandi reynsla frá kennara til lærisveins í óslitinni keðju sem er órofin enn í dag.

Þó að búddismi hafi fyrst birst í Indlandi fyrir tvöþúsund og fimm hundruð árum síðan, hefur hann tímalausa og algilda þýðingu.
Í hnotskurn útskýrði Búdda að öll okkar vandamál stafa af ringluðum og neikvæðum hugarástöndum. Hann kenndi aðferðir til að losa hugann við þessi eyðileggjandi hugarástönd og þannig upplifa sanna hamingju og ánægju.
Þessar aðferðir gagnast hvaða huga sem er, í hvaða landi sem er, á hvaða öld sem er.

Venjulega þegar við tölum um Búdda erum við að tala um Búdda Shakyamuni. Hann birtist í þessum heimi fyrir rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð árum og kenndi hvernig hægt er að ná fullkominni uppljómun.

Hann sýndi að möguleikar hugans til að þróast eru óendanlegir og að fylgja sannri andlegri leið leiðir að lokum til fullgerðs stigs uppljómunar, eða Búddadóms. Á þessu stigi er öll neikvæðni horfin og hugurinn dvelur í eilífum stöðugleika fullominnar visku og samhyggðar.
Allir hafa möguleika til að öðlast uppljómun. Við höfum öll Búdda-eðli. Þegar Búdda-eðlið hefur verið vakið með hugleiðslu og annarri iðkun, heitum við að öðlast uppljómun fyrir allar lifandi verur og verða Bodhisattva.
Ef við þá fylgjum leið Bodhisattvans án afláts munum við á endanum verða Búdda. Óendanlega margir hafa nú þegar öðlast uppljómun og orðið Búdda.

Búddistar sjá alla Búdda og Bodhisattva sem fullkomna leiðbeinendur og fyrirmyndir sem leiðir eðlilega til staðfestrar trúar og þeir treysta á þá sem Andlega Leiðbeinendur.
Þegar hugleiðandinn nálgast uppljómun og að lokum öðlast hana, þróast með honum óviðjafnanlegir andlegir kraftar. Meðal þeirra er getan til að blessa móttækilega hugi með krafmikilli umbreytandi orku sem eykur svo um munar ferli andlegs þroska þeirra.
Af þessum ástæðum reyna búddistar með hugleiðslu, bænum, og ýmsum iðkunum að ná sambandi við uppljómaðar verur og móttaka umbreytandi blessun þeirra.

Kv. EstHe
Kv. EstHer