Hér fyrir neðan hef ég gert lista yfir þá 2 ps2 leiki sem ég tel þá bestu, þeir leikir eru allir nútima klassar. Þessa ætti enginn ætti að láta fram hjá sér fara. ATH! Ég set aðeins leiki sem komu upprunalega fyrir ps2 hingað, því eru leikir sem vel eru einir af bestu ps2 leikjunum eins og Deus ex og Resident evil code: veronica x ekki þarna.

(í engri sérstakri röð)





Leikur 1:

GRAND THEFT AUTO 3

Söluhæsti playstation 2 leikurinn!, og af góðri ástæðu.

SPILUN: 10
Allgjör topp spilun! Góður söguþráður þar sem maður spilar sig í gegnum ótal verkefni, Frelsi til að rúnta um hina risastóru liberty city, drepa eða lemja alla sem verða á vegi manns (þar á meðal gamlar konur), fljúga flugvél, taka lest, hlusta á útvarp, sigla bát og í rauninni gera allt sem maður vill! Ég hef átt þennann í 8 mánuði og er ekki enn kominn með leið á honum!

GRAFÍK: 8
Grafíkin er í rauninni ekkert til að hrópa húrra fyrir, heldur slöpp, en mjög margar persónur, bílar og stórt umhverfi bætir upp í.

ENDURTEKNINGARSPILUN(REPLAY VALUE): 10
Eins og ég sagði, ég hef átt þennann í 8 mánuði og er ekki enn kominn með leið á honum!








Leikur 2:

FINAL FANTASY X

Stórkostlegur söguþráður, í ótrúlegum leik! Meistaraverk!

SPILUN: 9
Frábært nýtt “turn based” bardaga kerfi, rpg spilun eins og hún gerist best! Allskonar aukaleikir í honum eins og blitzball sem er nokkurn skonar vatns fótbolti, chocobo kapphlaup, skrímslaveiðar og margt fleira.

GRAFÍK: 10
Ein allra besta grafíkin í dag! allveg frábær á alla vegu!

ENDURTEKNINGARSPILUN(REPLAY VALUE): 10
Leikurin er RISASTÓR og nóg af aukaleikjum í honum!



p.s. Ég ætlaði að gera fleiri en 2 leiki en þá byrjaði góð mynd í sjónvarpinu sem ég vill horfa á, lol.