Ég fæ alltaf error 80023017 þegar ég er að reyna að logga mig inná PSN store eða account manager eða e-ð tengt því. Hefur alltaf verið svona frá því ég fékk tölvuna fyrir rúmu ári og er búin að búa við tvær mismunandi nettengingar frá tveimur mismunandi fyrirtækjum svo ég trúi ekki að þetta sé netið, auk þess sem Wii tölvan virkar fínt á netinu og gerði á báðum stöðum.
Ég er búin að updeita allt sem ég get updeitað og ég get alveg signað mig inn, það kemur semsagt broskallar og stendur undir: signed in þarna í hægra horninu en ég get ekki komist inná neitt.
Ég er búin að gúggla þetta og fæ bara misgáfuleg svör af allskonar forums þar sem fólk segir við annað fólk að þetta sé útaf álagi á server og það hafi verið að tala við Sony helpcenter og þau virðast segja það sama og allir segja að maður eigi að bíða í nokkra klukkutíma. Þessi svör eru alveg sum frá 2007. Ég er ekki að trúa að það sé búið að vera álag á servernum í hvert sinn sem ég reyni þetta í rúmlega ár…
Er einhver hér að lenda í svipuðu því ég er að pæla hvort þetta gæti tengst því að maður sé á Íslandi.