Ég var nú reyndar búinn að því í einhverju svarinu hérna en…´hér er allavega aðferðin sem ég nota:
1. Náðu þér dodo og komdu þér fyrir í byrjun flugbrautarinnar. Láttu vélina miða nákvæmlega (mikilvægt fyrir byrjendur) beint áfram eftir miðju brautarinnar.
2. Nú skaltu halda analoginu svona u.þ.b. hálfa leið fram (best að finna það sjálfur).
3. Stígðu nú vélina í botn og ekki láta hana beygja neitt (bara halda analoginu fram)
4. Þegar þú ert komin svona hálfa leið eða meira af flugbreutinni ætti flugvélin að fara að skoppa örlítið en þá sleppir þú analoginu svo að flugvélin rís hátt upp í loftið. Hversu hátt fer eftir hraða, því hraðar þeim mun betra.
5.´Þegar flugvélin fer að rísa svona hratt skaltu samt gæta þess að hún ofrísi ekki og ýta analoginu fram aftur til að jafna flugvélina út.
6. Nú er aðalmálið að halda flugvélinni beinni, það getur verið gott að láta hana fljúga aðeins upp og niður til að ná að halda hraða svona fyrstu mínúturnar. Ekki samt steypa henni of hratt niður, láttu vélina aðeins ráða ferðinni.
7. Eftir svolitla æfingu ættir þú að vera búinn að ná að koma henni almennilega á loft og þá kemur þetta ellt fljótt en hér kemur smá tip: Þegar þú beygir skaltu gæta þess að halla flugvélinni örlítið fram á við (svona á meðan þú ert að mastera flugið), þá eru minni líkur á að þú missir stjórn.
Og svo skuluð þið passa ykkur á að fljúga ekki yfir “unique stunt bonus” staðina, því þá kemur þetta leiðinda slow motion dæmi og þið verðið að lenda til að æosna úr því.
En annars… vona að þetta hafi hjálpað, svona lærði ég að fljúga vélinni og nú get ég lagt af stað nánast hvar sem er svo lengi sem enginn bíll er fyrir… endilega látið vita ef einhverjar spurningar vakna… þetta er aðeins ein aðferð en ég get lofað ykkur því að með dálítilli æfingu kemur þetta fljótt.