Eins og við öll vitum þá er nú ekki alltaf mikið að marka fréttir sem birtast á “official” heimasíðum leikjatölvuframleiðandanna.
Rakst samt á áhugavert innlegg á XBOX.COM rétt í þessu.
“Two years in the making, and the biggest investment Electronic Arts has ever committed to the art of recreating sport in a videogame. The all-new EA SPORTS engine was unveiled today at the Leipzig Games Convention, and will make its debut in FIFA 07… exclusively on Xbox 360.”
Þetta seinasta atriði, þar sem þeir segja að Next Gen Vélin sem knýr nýja FIFA 07, er það sem vekur nokkra furðu.
Er EA að segja að FIFA 07 verði Exclusive fyrir XBOX 360 af next gen vélunum eða koma hinar vélarnar til með að nota sömu vél og current gen (Xbox og Ps2)??
Hver sem hugsunin er á bak við þetta hjá EA, þá er eitt víst, þá er þetta enn ein skrautfjöðurin sem er að hverfa frá Sony yfir til M$.
Hvað sem verður, þá er EA að veðja á XBOX 360 fyrir stærsta franchisið sitt, FIFA, og því er þetta bara gott fyrir okkur XBOXarana.