Jæja. Þeir eru að auglýsa Xbox 360 Premium með tveimur leikjum og bíómiðum á 59.800 krónur eða svo. Sem sagt rétt tæpur 60.000 kall. Svo er fín mynd af kassanum og svona mynd sem á að tákna tvo leiki með brotinn verðmiða upp á 11.998 krónur og svo bíómiðana “FYLGIR MEÐ!”.

Ég skellti mér á BT.is og skoðaði málið. Premium pakkinn þar var á 45.999 krónur eða svo. Leikirnir í BT bæklingnum kosta 11.998 krónur saman. Látum okkur sjá… 45.999 + 11.998 = 57.997 krónur. Ömm… eitthvað er ekki alveg að passa saman…

Tilboðið hljóðar upp á rétt tæpar 60.000 krónur. Að kaupa þetta í sitthvoru lagi kostar mann 57.997 krónur. Tvö þúsund króna verðmunur. Er maður þá að borga 2.000 krónur fyrir bíómiðana?

Samt, það besta var að það var mynd af MadMax að fela sig á bak við DVD auglýsingu bara rétt fyrir neðan… og hann var að segja “Hvaða fáviti verðlagði þetta?”

Já, hvaða fáviti verðlagði Xbox “360 tilboðið”? :P