Jæja, nú er 29. tölublað OXM (Official Xbox Magazine) komið út í US, og með á disknum fylgir playable demo af Ninja Gaiden ( <a href="http://xbox.ign.com/articles/492/492400p1.html">sem IGN eru alveg slefa yfir</a> ). ég náði mér í þetta demó og spilaði í gær og ég segi nú bara OH MY GOD! Ég skil hæpið núna, ég skil það mjög vel :) Þetta er alveg eitraður leikur, og ég hvet nú alla Xbox eigendur sem hafa möguleikann á að keyra demóið, að ná sér í það og prófa. Þesssi leikur á eftir að vera svo gjörsamlega trylltur þegar hann loksins kemur út. Fyndið a ða stundum skil ég ekki hype-ið sem IGN gefa sumum leikjum, en í þetta sinn geri ég undantekningu, hehe.