Er að selja næstum ónotaða GameCube fjarstýringu.
Bað pabba um að kaupa hana fyrir mig í útlöndum en eftir 10 mínútna spil komst ég að því að hún er gölluð að litlu leyti, en nógu miklu til að pirra mig.

Gallinn lýsir sér sem sambandsleysi í digital takkanum (eða "klikkinu) á R-takkanum. Þetta kemur ekki að sök í neinum leik nema Mario Kart: Double Dash!! því þar þarf virkilega að halda inni digital takkanum, en ekki bara analogue hluta takkans. Ég prófaði fjarstýringuna með öðrum leikjum og hann virkaði 100% með þeim, enda styðjast þeir flestir ekki við digital klikkið. Digital klikkið virkar samt alveg, það bara helst ekki, þ.e.a.s. það dettur út ef haldið er lengi niðri.

Ég keypti fjarstýringuna eingöngu til að geta haldið 4 manna Mario Kart spil svo mér fannst þessi fjarstýring ekki ásættanleg vegna þess.

Fjarstýringin er appelsínugul að lit (held að þær fáist ekki hér) og set ég upp 1500 krónur fyrir hana.
Áhugasamir svari þessum korki eða sendi mér persónuleg skilaboð.
Ég mæti á GameCube mótið ef einhver sem fer þangað hefur áhuga, gæti mætt með pinnan þangað.