Galleon: Islands Of Mystery Preview [GameCube] Frá framleiðendum hins sívinsæla Tomb Raider, Toby Gard, kemur nýr ævintýraleikur að nafninu Galleon. Miðað við fyrri leiki frá Toby Gard, er alveg óhætt að segja að þessi muni slá í gegn, meðal annars útaf frábæru ‘character modelling’ sem er nálægt fullkomnun. Move over Lara Croft, and all hail the almighty Captain Rhama!!! :D

Til að byrja með, þá vill ég koma því á hreint að þessi leikur er ekki framhald eða nein viðbót við Tomb Raider seríuna, það er algengt að fólk haldi það. Annar algengur misskilningur er að þessi leikur sé sjóræningja ævintýri, en það er rangt. Rahma er kapteinn, en allt ævintýrið á sér stað á eyjunni. Ekki byrja að kvarta strax samt, því neðansjávar atriði munu ekki láta sig vanta með sín frábæru ‘water effects’, en þú munt reyndar mjög sjaldan koma mikið nálægt sjónum.

Hins vegar, er Galleon algjörlega nýtt ævintýri sem á sér stað á risastórri eyju sem nefnist Aqua. Hún hefur uppá að bjóða mikið og stórfallegt landslag, og hefur að geyma mikla dulúð og leyndarmál. Jafnvel þegar leikurinn var kominn mjög stutt í þróun þá leit landslagið framúrskarandi vel út og kallar á mann að láta rannsaka sig. Leikurinn gefur spilaranum algjört frelsi til að fara hvert sem er á eyjunni, og það skapar þennan ævintýrafíling sem er svo nauðsynlegur í svona leikjum.

Nú get ég ímyndað mér að þið spurjið “Hver er þá eigilega tilgangurinn með þessum leik?” Það skal ég segja ykkur. Kapteinn Rahma kemur við á eyjunni Aqua í þeim erindagjörðum að hitta Dr. Rhelliano, en þar tekur Jabez á móti honum, sem er þjónninn hans Dr. Rhelliano. Jabez er hrífandi herramaður sem lítur út fyrir að vera mjög venjulegur, en að sjálfsögðu þá er hann langt því frá að vera með öllum mjalla. Hann er ískyggilegur náungi sem reynir umsvifalaust að drepa Rahma. En til allrar hamingju nær hetjan okkar að flýja úr allri hættu! En núna er það undir þér komið að elta Jabez og finna út hver hann er, af hverju hann reyndi að drepa þig og hvað hann hyggst gera. Og nú, byrjar hin magnþrungna saga og því lengra sem þú kemst því skuggalegra verður þetta, og þú kemst inní heim sem er fullur af lygum og leyndardómum sem þarf að ráða fram úr.

Nú er sagan farin af stað, og heil eyja bíður eftir þér til að leysa alls kyns leyndardóma og gátur. Þannig það má segja að þessi leikur gefi manni mjög einstaka reynslu, þetta er leikur sem mun svo sannarlega setja sitt mark á leikjaheiminn. Rahma er mjög fimur gaur; hann getur hlaupið, hoppað, synt, klifrað, sveiflað sér og gert mikið af glæfrabrögðum, og það allt með því einu að nota analoginn á stýripinnanum. Ansi athyglisvert! Þú getur gert næstum hvað sem er og farið í bardaga í nýjum stíl sem á sér engan líkan. Þannig búðu þig undir reynslu sem verður engri annari lík!

Til að byrja með, þá er notað svipað bardagakerfi og í Zelda. Eða allavega hvað varðar ‘triggering system’ því þú getur ýtt á ‘X’ og læst óvinina í miði. Þar af leiðandi horfirðu alltaf beint á andstæðinginn og það skapar það besta bardagakerfi sem hefur verið notað í leik. En nú er komið að því frumlega; Með því að ýta á ‘A’ þá hopparðu og með ‘B’ þá geriru árás. Þannig getur þú búið til endalaus ‘combos’ með því að ýta analognum til hliðanna meðan þú ræðst á andstæðinginn. Og allt þetta er hægt áður en þú færð sverð í hendurnar – þá fjölgar sko möguleikunum! Leikurinn er mjög einfaldur í sniði og experience systemið virkar þannig að því meira xp sem þú færð því fleiri combo og hreyfingar lærir þú. Þetta leiðir til þess að hverjir sem er geta spilað leikinn, og er RPG kunnátta ekki nauðsynleg.

Síðan er annað mjög sniðugt. Þú getur stjórnað öðrum persónum og skipað þeim að ráðast til dæmis á óvini með ‘C-stick’. Þetta er mjög svipað system og verður notað í leiknum Kameo, sem er væntanlegur á GameCube. Persóna að nafni Mihoko mun aðstoða þig þegar lengra dregur á leikinn og óvinirnir orðnir fleiri en gamli góði Rahme getur ráðið við sjálfur. ‘C-stick’ er til dæmis notað til að gefa Mihoko skipanir um að ráðast á gaura og gera ýmislegt annað. Já það er erfitt að vera hetja ekki satt!? :) ‘C-stick’ er einnig nytsamlegur til að velja vopn, nota ‘healing potions’ og rannsaka hluti án þess að það þurfi að fara í gegnum fullt af ‘menus’ til þess, og svo truflar þetta ekki spilunina heldur því allt þetta er valið ‘in-game’. Mjög svo þægilegur eiginleiki sem virkar vel og stuðlar að góðri stjórnun.

Þannig að enn sem komið er, vekur Galleon mikla hrifningu hvað varðar spennandi söguþráð, frábærar persónur og hugmyndaríka spilun og bardaga. Hafðu auga með þessum! Ég veit að ég mun gera það! :D