Turok: Evolution Preview Turok ættu nú allir að kannast við. Enda orðinn vel frægur meðal leikjaunnenda. Mér hefur alltaf líkað nokkuð vel við Turok leikina og fundist vera svona viss stemning í þeim. Turok: The Dinasour Hunter, Turok 2: Seeds Of Evil og Turok 3: Shadow Of Oblivion voru allir prýðis leikir sem ég spilaði sitthvað á Nintando 64 gripinn minn. Eftir reynsluna af þeim, þá þá kemur það ekkert á óvart að ég er mjög spenntur fyrir Turok: Evolution.

Það fyrsta sem ég hef tekið eftir varðandi Turok: Evolution, er að hann er mikið meira lifandi en hinir forverar hans. Í staðinn fyrir hálftómar veraldir og frekar einfalt AI, þá lýtur allt út fyrir að vera meira lifandi í kringum mann. Landslagið er mjög grípandi og flott, og fullt af lífi á hreyfingu um svæðið, óvinir eða og aðrar skepnur. Stór hluti leiksins spilast í frumskógi, sem eykur stemninguna mjög mikið, því maður heyrir kannski skrjáf í laufum og þess háttar umhverfishljóð í kringum sig. Maður þarf að hafa áhyggjur af kvikindum sem skríða bakvið tréin og fela sig í runnum, því allt í einu geta þau hoppað upp og ráðist á þig. Þetta eru mikil framför miðað við fyrsta Turok leikinn sem kom út árið 1997.

Byssurnar eru mjög áhugaverðar í þessum leik, og Turok getur fengið mjög mikið magn af byssum til að velja úr í gegnum leikinn. Þar á meðal má til dæmis nefna einhvernskonar rafmagnsbyssu sem sendir rafgeisla og læsir óvini eigilega í geislanum. Síðan geturðu fært analoginn fram og til baka og lamið óvininum utaní kletta og þess háttar, sem gerir það af verkum að óvinurinn rifnar í marga búta og skilur eftir sig blóðklessur allstaðar. Það er svolítið illgjarnt, en ég meina.. þetta eru nú risaeðlukvikindi eftir allt, no harm done :)

Alls munu byssurnar vera yfir 30 talsins, og margar af þeim hafa nokkrar stillingar. Svo má til dæmis nefna bogan, hann getur notað venjulegar örvar, sprengju örvar, og eitur örvar. Síðan er annað dæmi um byssu sem breytist úr einfaldri grenade launcher yfir í kraftmikla nuking device. Þetta snýst allt um að uppfæra vopnin sín, og hafa hæfileikana til að breyta þeim. Vopnin, eins hrikaleg og aldrei fyrr, munu spila miklu hlutverki í leiknum og draga að sér alla brjálæðingana ;)

Þessi leikur hefur hlotið nokkuð mikla eftirvæntingu, og hefur verið í framleiðslu í 2 ár. Það verður gaman að spila hann þegar hann kemur út og ég hef nokkuð mikla trúa á honum. Hann á að keyrast á 60 FPS og hefur uppá að bjóða mjög fallega grafík og hið skemmtilega gameplay sem allir Turok leikirnir geta státað sig af.

Síðan er annar fídus í Turok: Evolution sem er nokkuð athyglisverður. Maður á að geta flogið í sumum borðum, þá býst ég við að það sé á baki flugeðlu eða þess háttar kvikindi, og gæti verið mjög skemmtileg reynsla og breyting frá hinum fyrri leikjum í seríunni. Þannig að ég get ekki sagt annað en að mér lýtist vel á leikinn enn sem komið er. hrottalegt vopnasafn gerir hlutina heldur ekki verri ;) ..Svo maður tali nú ekki um Multiplayer, það á víst að vera mjög skemmtilegt og hlakkar mér til að prófa það. Slátra nokkrum risaeðlum í samvinnu við vini mína :D

Einnig vil ég benda á að þeir sem vilja sjá meira af þessum leik geta kíkt á <a href="http://mediaviewer.ign.com/ignMediaPage.jsp?channel_id=74&object_id=15817&adtag=network%3Dign%26site%3Dcube%26genre%3Dactionviewer%26pagetype%3Darticle&page_title=Turok%3A+Evolution+Impressions"> ign.com media page fyrir Turok </a> þar sem þú getur fundið myndbönd og skjáskot. Leikurinn mun koma á allar tölvur, sem eru góðar fréttir fyrir flesta.

Leikurinn mun koma út 1. september í USA, og líklega skömmu eftir það til okkar :D