Heilir og sælir allir console-elskendur landsins. Ég heiti Jakob, þið þekkið mig eflaust frá klassískunm greinum eins og
“Álit mitt á hinni hógværu Leoncie” og
“I did´nt care as long as he was strong”
(smá simpson húmor hérna).

Allaðana, það sem hefur verið að pirra mig núna upp á síðkastið er lítill fjólublár kassi kallaður Gamecube, eða GC hjá nintendó nördunum (no offence). Þegar GC kom fyrst út sá ég enga ástæðu til að kaupa hana og sé hana ekki enn. Ekki útaf því að þetta sé lélegt hardware, þvert á móti held ég að GC sé best af leikjatölvum þessarar kynslóðar, en markaðsetningin er meira en grátleg.

Ef við byrjum aðeins að tala um hardware´ið, þá ætti hver sem er að sjá að þetta er kröftugur kubbur, en asnalegri hönnun hefur maður ekki séð lengi. Ég meina, hún getur hvorki spilað audio né DVD diska!!! Svo getur hún heldur ekki spilað gömlu 64 leikina (sem er að vísu soldið “given”, því þeir voru í kubbaformi).

Þetta voru allt eiginleikar sem PS2 bauð uppá (og Xbox, að vissu marki). Svo fannst mér liturinn ekki allveg að vera gera sig. Ég veit að þetta er bara smámunasemi, en mér fannst þetta þurfa að koma fram.


Ok, nóg um hardwerið, ef við fókusum aðeins á leikina sem komið hafa hingað til, þá sér maður (ég allaðana) að Gamecube er að detta ofan í sömu grifju og 64. FLEST allir leikirnir eru svon
3.-person-adventure-hopp-dæmi, sem hæfa ekki fyrir eldri en 12 ára.

En eins og ég sagði þá eru það FLEST allir sem eru þannig, alls ekki allir. Sumir leikir sem komið hafa í GC eru afturámóti mjög hrollvekjandi og skemmtilegir, t.d. RESIDENT EVIL.
Þar var bara eitt vandamál, ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ GERA HANN!!! þetta sýnir fram á rosalegan hugmyndaskort hjá Nintendo að endurgera gamla PS leiki. Ég meina, ef þeir vilja gera Resident Evil leik, haldið þá áfram með söguna, í staðin fyrir að endurgera hana.

Svo frétti ég líka að það á að endurgera gamla Metal Gear Solid 1, í GC. Ég hef engar áreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta verði gert en ég heyrði bara vin minn segja það.
Ef svo er, þá er það allveg ljóst að GC-leikjaframleiðendur, geri hvað sem er til að sleppa við að ráða rithfunda sem geta skrifað annað en “Help me mario, i´ve been kidnapped… again!”
(ekki taka þennan part mjög alvarlega, bara smá Nintendó fordómar)

Ég hef líka tekið eftir því að það er stór skortur á hinum og þessum katagoríum, t.d. hef ÉG ekki séð neina bílaleiki í GC, sem er bara pjúra heimska, hugsiði ykkur bara allan markaðin sem þeir eru að tapa á því. Og svo hef ég heldur ekki séð neina alvöru stríðsleiki, t.d. Medal of Honour, Rainbow six, Ghost Reckon eða Delta force seríuna.

Svo kemur loksins að því að dæma hinn helaga MARIO, sem hefur lifað í gegnum allar Nintendó tölvurnar. Að mínu mati hefur ekki komið út góður Mario leikur, síðan Mario 3. Mér finnst Nintendó hafa mjólkað marío seríuna allveg þurra. Mario leikirnir sem hafa komið út fyrir GC eru aðeins endurgerðir af gömlum marío leikjum, ekki mikið nýtt í gangi þar. Samt fannt mér marío Sunshine
(hét hann það ekki annars?) frekar góður, en fékk mjög fljótt leið á honum.


Svona til að summa þetta upp ,þá er þetta mín skoðun á GC og hennar fylgihlutum (leikjum).

Gamecube er góð og öflug leikjatalva sem þjást því miður af lélegri markaðssetningu og hönnun.

Leikina skortir alla frumleika, þótt þeir séu núi flottir margir hverjir.


Ég get verið sá fyrsti til að viðurkenna að ég hef ekki spilað GC leikina það mikið, bara rétt nóg til að hafa álit á þeim. Og já, þú giskaðir rétt, ég er 24 karata playstation-spilari. Þrátt fyrir það er ég ekki að segja að PS2 sé alveg gallalaus og hafi allt það sem GC skartar, alls ekki, en það er efni í allt aðra grein.

Ég fer nú amt ekki að kveðja án þess að segja eithvað gott um G., Mér finnst hún hafa skemmtilega multyplayer möguleika, rétt eins og 64 hafði og er mjög ánægður yfir því að nintendö gerði loksins eithvað hardware sem gat þolað fáein cutscene, hér og þar. Sem var eithvað sem vantaði virkilega í 64.

Jakob

ps. Ef þú ert ekki sammála mér, ekki bothera þá að senda inn álit, nei djók. Let the hate-mail festival begin!!!