Castlevania:Harmony of Dissonance Fyrir Castle Vania aðdáendur er kominn nýr Castlevania leikur á Gameboy Advance undir nafninu Castle Vania: Harmony of Dissonance. Leikurinn svipar mjög til Castlevania: Circle of the Moon sem kom út á GBA áður.

Stelpa að nafni Lydie hefur verið tekin í kastala Dracula. Maxim og Juste Belmont (þú) fara í kastalann með það markmið að…bjarga henni!!!

Eins og í CotM færðu ability eftir suma aðalóvina bardaga til að komast áfram. Þetta eru ability til að renna sér og gera Double Jump og þess háttar. Ég get svarið fyrir það að ég held að öll ability-in séu beint úr CotM. Ég er sko ekki alveg búinn að klára leikinn…ennþá ha, ha.

Mér finnst þetta því miður ekki einhver últra góður leikur. Mér finnst leiðilegt hvað characterinn er ógeðslega stífur nema hvað hann getur gert skemmtileg svona…dash. Svona short dash. Meira segja í báðar áttir. Og svo getur hann auðvitað slide-að. En aðallega er hann svo ó-geð-slega lengi að attack-a. Það er eina vesenið.

Að mínu mati finnst mér lögin ekkert spes. Ekki það að þau passi eitthvað illa við, bara mér finnst þau ekkert skemmtileg. Svo fór ég líka í BGM Test og ég heyrði ekkert einasta klassískt Castlevania lag nema bara smá part. Hljóðin eru samt ekkert slæm.

Hægt er að fá svona magic bækur til þess að gefa item-unum þínum (exi, hnífur, holy water og það) svona elemental attributes eins og Wind, Ice, Fire og þess háttar. Þannig að það er í rauninni hægt að gera fullt af mismunandi attacks með þessum þekktu vopnum.

Alveg eins og í CotM og Symphony of the Night er hægt að equippa characterinn þinn með allskonar stuffi. Einnig svona stuff fyrir svipuna. Þú færð einnig Relics eins og í SotN. Það eru bæði relics til að gera ability eins og slide og líka önnur relic eins og til að sjá nöfnin á óvinunum.

Eitt sem er betra við HoD frá CotM (kann ekki að orða þetta) er það að Potion-in fylla miklu meiri orku í honum. Potion-in fylltu svo ótrúlega litla orku í CotM. Það var alveg óþolandi.

Jæja, þetta er komið nóg. Ég er ekki búinn að gera mörg svona review. Ef það er eitthvað sem ég gleymi, segið mér þá frá því svo ég geti lært að gera góð review í framtíðinni.

Kveðja, Veteran