Já ég veit meistari jonkorn er búinn að skrifa um þetta en mér langaði að skrifa um þetta svo að ég bara geri það. Ég ætla bara að fjalla aðeins um hverja tölvu um sig ekki hvað er inni í henni, eða eitthvað svoleiðis heldur leiki og annað.
FamilyGame var fyrsta tölvan sem kom á mitt heimili, hana fengum við þegar ég var á þriggja ára aldrinum og á einu ári tókst mér að vinna super mario bros. 1 semsagt 4 ára. Við áttum einn leik og það var leikur með eitthvað um 100 leikjum á, en ég fékk líka einhvern tíma Super Mario Bros. 3 í þessa tölvu sem að mínu mati er einn besti Super Mario leikur ever. Í þessari tölvu spilaði ég fram á 7 ára aldur eða þegar…
Ég fékk Sega Mega Drive II, keypti hana úti í Hollandi, og með henni fékk ég Sonic the Hedgehog 2 sem að er alveg snilldar leikur, í hana átti ég leiki eins og Street fighter II, Fifa ‘94, Sonic 3, Lion King o.fl. þessi tölva virkar enn og er fyrsta tölvan sem að ég hef átt einn :) Á eftir þessari tölvu kom síðan…
Nintendo64, bróðir minn keypti hana fyrir mig úti og fékk ég tölvuna með Super Mario 64 og auka fjarstýringu á 18000 kall. Maður eyddi auðvitað mörgum dögum í þessari frábæru tölvu og átti ég leiki eins og OoT, Donkey Kong 64, Majoras Mask, og af mörgum talinn ömurlegasti leikur N64… Carmageddon. Litlu munaði að ég yrði einn af fyrstu Íslendingunum til að eignast OoT eða 11. desember, en foreldrar mínir ætluði að kaupa leikinn úti í Englandi en flugvélin þeirra fór klukkutíma áður en leikurinn kom út. Eftir þessi ósköp koma síðan…
Nintendo Gamecube, ég og vinur minn, vorum búnir að bíða heldur lengi eftir þessu djásni, alltof lengi, en síðan þann 3.Maí kom hann loksins, kubburinn, Ég fór í BO um klukkan 13:00 og keypti eitt stykki svartann kubb, og með honum fékk ég mér XG3, ekki sá besti en það var annaðhvort XG3, THPS3, Matt Hoffman eða Luigi’s Mansion, og mér einhvern veginn leist best á þennan. Síðan þá er ég búinn að fá mér SSBM, Pikmin, SMS og svo síðast meistaraverkið Eternal Darkness. Hvaða tölva verður næst á eftir að koma í ljós…