Fable...Slide away ! Fable…Slide away !

Ég fékk voðalega afbrigðilega hugmynd fyrir nákvæmlega viku
síðan, ég fékk mér Xbox. Kallið mig svikara eða hvað sem er, en
núna á ég allar tölvurnar, so stfu :) Það sem er mjög fyndið við
þennan atburð er að ég og jonkorn fengum okkur hana
eiginlega samtímis án þess að vita að því. Verð að segja að
verðið höfðaði mest til mín, leikjatölva með netkorti og hörðum
diski ásamt 4 leikjum á 26.000 kr hljómar frekar freistandi fyrir
alla, jafnvel fyrir mig. Kosturinn við þetta er að núna get ég
spilað alla þá leiki sem mig langar í. Ég þarf ekki að vera
pirraður ef Microsoft kaupir enn eitt fyrirtækið. Ég þarf ekki að
kveðja Rare eins og ég hafði haldið fyrir nokkrum mánuðum og
fæ að spila alla leikina þeirra. Samt voru það ekki Rare leikirnir
sem gerðu tilboðið svona freistandi, heldur er það stakur titill frá
öðru fyrirtæki. Leikurinn var nefndur Project Ego þegar ég las
mér til um hann fyrst, en ekki fyrir svo löngu síðan var honum
gefið nafnið Fable. Fable er raun-tíma RPG leikur í 3. persónu
sem kemur frá Peter Molyneux. Molyneux vinnur með breska
framleiðandanum Big Blue Box Studios á leiknum. BBB er
svokallað “Satellite team” Lionhead Studios, en það sem það
gerir er að sérhæfa sig í frumlegum hugmyndum. Molyneux
hefur ekki verið að spara stóru orðin og heldur því fram að Fable
verði algjör nýjung og er svo kaldur að segja að hann verði besti
hlutverkaleikur allra tíma. Maður sem hefur búið til svona
marga frábæra titla s.s Black and White, ætti að eiga einhvern
möguleika að ná markmiði sínu.

Saga leiksins er ekki af verri endanum. Hún hljómar svona:
Þegar aðalpersónan hefur náð 15 ára aldri finnur hann út að
foreldrar sínir hafa verið drepnir og hundurinn hefur verið
negldur við framdyrina, ekki falleg sjón. Svo þróast sagan
þannig að markmiðið er að bjarga heiminum frá því illa, en
meira hefur ekki verið gefið upp.

Til þess að Molyneux gæti hugsanlega náð markmiði sínu þá
verður leikurinn að vera ansi byltingakenndur. Þð hafið
væntanlega tekið eftir því að allir offline leikir eiga það
sameiginlegt að vera með skrifað handrit og ekkert breytist þótt
þú spilir leikinn á öðruvísi en vinur þinn. Persónurnar hegða sér
líka alltaf eins, sagan breytist ekki þótt þú gerir einhvern
skandal. Persónan breytist aldrei sama hver spilar leikinn og
umhverfið bregst ekki við þér á raunverulegan hátt.
Aukapersónur gera það sama dag eftir dag, eins og sami
dagurinn endurtekur sig í heilt ár. Innri tími flestra leikja
stendur oftast í nokkra daga eða vikur en samt breytist ekkert.
Valið er mjög takmarkað. þú þarft t.d. að ljúka ýmsum þrautum
til þess að vinna leikinn og oftast er það bara hægt á einn hátt.

Markmið Fable er að brjóta allar hefðbundnu reglurnar og
skapa fyrsta fullkomna umhverfið í tölvuleik. Það sem að Fable
gerir að sem aðrir gera ekki er að þú getur gert nánast allt sem
þú vilt. Þú þarft t.d. ekki að bjarga heiminum, þú mátt t.d. vera
heimavinnandi húsmóðir eða skógarhöggsmaður. Tímasvið
leiksins er öll ævi karaktersins.

Leikurinn gerist í landinu Albion, sem er afar friðsæll staður þar
sem flestir íbúarnir er hamingjusamir, svipað og í Zelda áður
en Ganon kemur og eyðileggur allt. Stíllinn á umhverfinu er
mjög fallegur og minnir mikið á Frakkland á 17. öldinni. Þjófar
leynist undir hverjum krók og kima, skógarhöggsmenn eyða
öllum deginum í skóginum, börnin leika sér og allir sinna
sínum hlutverkum. Aðeins þeir hugrökkustu ferðast langt til
þess að berjast við hið illa, sem hefur verið frekar hógvært fram
að þessu. Einn daginn breytist líf íbúana að eilífu. Og það ert þú
sem veldur breytingunni, þú hefur mátt viljans, viljans til að
bjarga heiminum.
Þú getur verið hver sem er. Það hefur ekki ennþá verið gefið upp
hversu hratt þú eldist, en ég giska að heil lífstíð séu yfir 100
klst.

Þú ræður því sjálfur hvernig þú kemur fram við aðra. Þú mátt
gera hvað sem er, prufaðu að drepa einhvern og gáðu hvort að
vinir hans hefni sín á þér eða hvort þú dúsir í fangelsi næstu 20
árin. Prufaðu að lenda í áflogum og skera annan mann í
framan og taktu eftir örinni sem hann fær. Finndu hann 20
árum síðar og gáðu hvort að örin sé á sínum stað, og hvort hann
hati þig ennþá. Eða kannski viltu vera góður borgari og sleppa
hetjuskapnum og kaupa þér hús og eignast fjölskyldu ? Og ef
þú heldur að það sé til lítið úrval af húsum og konum þá hefurðu
rangt fyrir þér.
Þitt er valið, því það er til fjöldi leiða hvernig hægt er að sigra
leikinn.

Leitaðu ævintýra og vertu hetja í augum annarra, ekki flýja því
að þá álíta allir þig sem bleyðu.
Langar þig að ganga í augun á kvennfólkinu ? Sýndu henni
stóra sverðið þitt og gáðu hvort hún roðni. Prufaðu að nota það og
gáðu hvort vöðvarnir stækki, því þeir gera það svo sannarlega.

Segðu fólkinu frá ævintýrunum og farðu nokkrum dögum
seinna á markaðinn, láttu ekki koma þér á óvart að börnin séu
farinn að herma eftir þér, fá sér eins tattoo og þú, og klippa sig
eins o.s.fv. Don´t let it go to your head því að það getur komið
fyrir að börnin fái allt í einu meiri áhuga á annarri hetju og
búinn að gleyma þér. Þetta er eitt af því sem heldur þér frá
hangsinu og hvetur þig til að sigra leikinn.

Stattu þig vel og þú færð fylgisveina sem að hjálpa þér að vinna
leikinn. Reyndar vilja þeir bara sjá þig berjast, enda hefur
heyrst að þú sért aðalgaurinn í bænum. Langar þig að vera góð
hetja eða vond og vera óvinsæll meðal fólksins ? Þú ræður
ferðinni alveg sjálfur. Big Blue Box Studios skrifa ekki
söguþráðinn heldur það ert þú sem gerir það. Atburðir í leiknum
hafa ekki verið skrifaðir fyrir þig fyrirfram. Það sama gerist ekki
aftur og aftur eins og í öllum leikjum heldur núna í fyrsta skipti
ræður spilarinn ferðinni, heimurinn mótast eftir þér. Markmiðið
er að vera mesta hetja í heimi og sýna samkeppnisaðilunum í
tvo heimana.

Ákvarðirnar sem þú tekur munu hafa áhrif bæði á heiminn og
sjálfan þig. Hvernig að þú hegðar manninum hefur áhrif á
líkamlegan styrk, tegund, hegðun og stíl.

Líkamlegur styrkur:

Ef berst mikið með þungu sverði þá verðurðu handsterkari. Ef þú
ert mikið að vinna úti í sólinni þá færðu örlitla sólbrúnku í
framan hægt og rólega. Prufaðu síðan að fara úr öllum fötunum
og viti menn, þú brúnkar líka þar. Passaðu þig samt að vera
ekki of mikið í sólinni því að þá eldist húðin hraðar. Passaðu þig
líka á því að borða ekki of mikið því þá fitnarðu. Ef þér finnst ekki
gaman að berjast og kýst að flýja, þá styrkjast á þér fæturnir og
þú færð meira úthald. Leikurinn birtir ekki tölfræðilegar
upplýsingar um líkamlega getu, heldur áttu bara að sjá hana
sjálfur.

Tegund

Viltu vera karl eða kona ? Göldróttur, sterkur eða kannski lipur ?
Lítið eða mikið af hvoru ? Þú getur verið hvað sem þig dreymir um
að vera. Ef þú ákveður t.d að vera galdrakarl, þá lýsast augun í
þér og húðin fer að hvítna. Hins vegar ef þú vilt það ekki og kýst
frekar styrkin þá eru vöðvarnir stærri. Þetta kerfi virkar ekki eins
og í öllum öðrum leikjum þar sem að þú velur í byrjun leiksins
hvernig þú vilt vera. Að vísu velurðu sumt eins og kyn, hár- og
augnlit. En allt annað lærirðu eða gerir sem hefur áhrif á sjálfan
þig, þ.e.a.s. þú mótar þig í leiknum, en ekki í byrjun.

Hegðun

Hegðunin hefur áhrif á þig og aðra í leiknum. Ef þú kemur illa
fram við alla þá áttu von á vondum viðbrögðum til baka. Vertu
almennilegur og þá líkar fólki við þig. Þú getur líka farið illa með
einn og verið góður við annan því að allir bera mismunandi
tilfinningar til þín. Prufaðu berja einhvern til óbóta og gáðu hvort
að fólk verði ekki hrætt við þig. Þú getur farið á eina kránna og
orðið fullur og þá verurðu þekktur sem róninn á svæðinu, þ.e.a.s.
ef þú endurtekur það oft. En mundu að það fylgja afeiðingar eftir
hvern einasta atburð sem þú hefur framkvæmt, svo að ég
myndi hafa á hreinu hvernig spila á leikinn og ekki taka
fáránlegar ákvarðanir.

Stíll

Viltu vera mesti töffarinn í bænum ? Ekki málið því að öll föt
sem þú sérð í leiknum áttu eftir að geta klæðst. Ef þú velur
karlmanninn og ferð í pils þá fer annað fólk að hlæja og baktala
þig. Þú verður ekki lengi mesta hetjan ef þú gerir það. Ef þú vilt
eignast flottustu konuna í leiknum þá geturðu keypt þyngstu
brynjuna og fengið þér stórt tattoo á öxlina, það hefur pottþétt
áhrif á dömurnar. Fólk getur haft fordóma gegn þér ef þú ert
frábrugðin öðrum í útliti, færð þér e.t.v. tattoo í framan. Ef þú ferð
inn á veitingastað í dökkum og drungalegum fötum og öskrar
og æpir þá eru viðbrögðin önnur en ef þú færir inn á
nærfötunum.

Bardagarnir eru ekki turn-based heldur real-time eins og í
flestum ævintýrleikjum t.d. Zelda, Dark Cloud og Star Fox
Adventures.

Grafíkin í leiknum er einfaldlega ein sú besta í heimi í dag. Ég
sjálfur, held því fram að umhverfið sé það allra flottasta sem
sést hefur. Stærð heimsins virðist endalaus, akrar, þorp, vötn
og fjöll gefa leiknum týpískt ævintýraleikjaútlit. Umhverfið er
mjög lifandi, prufaðu bara að labba yfir akur þar sem jörðin er
þakin löngum stráum og taktu eftir því hvernig að hvert einasta
strá er teiknað sér og sveiflast með vindinum. Smá dæmisaga:
Þú ert á einhverju akri og þú sérð reykmökk blásast í rétta
vindátt lengst í burtu, og auðvitað langar þig að kíkja hvað er í
gangi. þú gengur í gegnum skóg þar sem hvert tré er teiknað
sér, þú sérð að þúsundir laufblaða hanga á greinunum og sum
blásast af. Þegar þú hefur lokið göngu þinni í gegnum skóginn
þá ertu kominn að þorpi. Þú gengur í gegnum það, sérð hvernig
húsin eru samansett úr hundruðum mismunandi múrsteina.
Og loksins þegar þú ert kominn út þá sérðu fólk vera í útilegu
að grilla matinn sinn. Ekki nóg með raunverulegt umhverfi þá
eru persónurnar mjög líflegar og passa bara frábærlega inn í
umhverfið. Svo er frábært afrek að hafa ekkert “loading”, því að
leikurinn hleður inn næstu svæðum á meðan leikspilun
stendur. Og hafið í huga að myndin sem ég sendi inn var tekin
fyrir einu og hálfu ári síðan, leikurinn lítur betur út í dag, en
nýjustu myndirnar eru ekki í nógu góðum gæðum, þær hafa
verið teknar beint úr “video-i”.

Ég get ekki dæmt hljóðið enda hef ég heyrt voðalega lítið úr
leiknum. Ég er samt alveg viss að það verði Dolby Digital 5.1
stuðningur. Svo reikna ég með að leikurinn verði talsettur.

Samkvæmt mínum heimildum kemur leikurinn næsta haust
ef allt gengur eftir.

Takk fyri