Næsta tölva Nintendo var Game Boy hana þekkja allir en hún var handleikjatölva með einlitum skjá og var hún seld í meiri en 100 milljón eintökum. Árið 1990 kom út Super Nintendo Entertainment System eða SNES (Super FamiCom í Japan) til þess að svara Sega sem hafði sama ár gefið út Sega Mega Drive. SNES sló ekki síður í gegn en NES og og það seldust u.þ.b 1 milljón fleiri eintök af henn en Sega Mega. Á þessa tölvu komu út snilldar leikir og og hellingur af aukahlutum (vinur minn átti bazooku fyrir tölvun hehe). Um miðjann 10. áratuginn ætlaði Nintendo að gefa út leikjatölvu sem kallaðist Virtual Boy og var það einhverskonar sýndarveruleiki og flest allt fólk treysti Nintendo eftir tvær snilldar tölvur og héldu að þetta yrði enn ein snilldin sem Nintendo gæfi frá sér en svo varð ekki, Virtual Boy var eitt mesta flopp í tölvuleikjasögunni og seldist næstum ekki neitt. Þeir sem vilja vita meira um tölvuna geta <a href=´"http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?gre in_id=60535">kíkt á greinina hans Rogga</a>
Árið 1996 gaf Nintendo út Nintendo 64 og ekki seldist hún mjög vel þar sem að það var lítið um 3rd party supprort og leikirnir voru ekki á geisladiskum eins og í Playstation 1 og Sega Saturn og gat þá ekki sumt sem þær gátu. En samt þá var þetta flott tölva og komu einhverjir mjög góðir leikir á hana eins og Legend of Zelda: Ocarina of Time, Legend of Zelda:Majora´s Mask, 007:Goldeneye og fleiri en samt þá seldist vélin ekki eins vel og ætlast var til og PS 1 valtaði yfir hana. En náttúrulega þá hélt þetta ekki Nintendo frá því að gera fleiri tölvur og árið 2001 kom út Game Boy Advanced sem er mjög lík Game Boy color en er með flottari grafík og hefur hún selst mjög vel út um allan heim.
Eftir smá klúður N64 þá gaf Nintendo út nýja leikjatölvu sem fyrst átti að heita Nintendo: Dolphin en var síðan breytt í Nintendo: Gamecube og á nafnið svo sannarlega við tölvuna sem er einn lítill kubbur. Gamecube notar litla geisladiska til þess að geyma leikina inn á og er hún fyrsta leikjatölva Nintendo sem notar geisladiska.
Þetta er saga Nintendo í stuttum dráttum.
Sjálfur er ég Nintendo fan og á ég NES, N64 og vonandi fæ ég GC í jólagjöf :)
P.S. Þetta er frumraun mín á þessu áhugamáli í greinaskrift svo ekki vera með neitt væl.
P.S.S. Afsakið stafsetningavillu
“Danir eru bara stoned Svíar í sandölum”