Die Hard: Vendetta  - Yippee kiyay mothafuckah ! Aðdáendur Die Hard myndanna hafa fengið mikið fyrir sinn snúð undanfarið og þar má helst nefna tölvuleiki fyrir hinar ýmsu tegundir af tölvum.
Svo dæmi sé tekið, þá gáfu Sierra út leik í vor fyrir PC tölvur er nefnist Die Hard: Nakatomi Plaza og er af gerðinni FPS, sem eins og all flestir ættu að vita stendur fyrir Fyrstu-Persónu Skotleikur. Sá leikur innihélt atburði úr hinum geysigóðu myndum sem hinn frækni Bruce Willis ljáði leik sinn, þær myndir munu að sjálfsögðu vera Die Hard serían, því annað væri bara vitleysa :)
Nýjasti leikurinn sem gengur undir Die Hard nafninu mun einnig vera af leikur af gerðinni FPS og heitir hann Die Hard: Vendetta. Fyrir þá sem eru strax orðnir spenntir þá er rétt að taka það fram að hann mun skella í GameCube hillurnar innan skamms. Leikurinn er ekki gerður eftir neinni af myndunum né tengist sögu þeirra neitt, heldur mun þetta vera alveg ný saga sem mun að sjálfsögðu snúast um megatöffaran John McClane, sem og nokkrum fleirum Die Hard persónum.

Sagan í Die Hard Vendetta er nokkuð áhugaverð, og þess virði að eyða nokkrum orðum í að kynna.
Sagan á sér stað eftir atburði þriðju myndarinnar í seríunni. Lucy McClane, sem er dóttir John McClane's, er núna orðin lögregluþjónn sem kemur sér víst í aðstöðu sem inniheldur fullt af vondum gaurum með byssum :)
Það sem eftir mun koma snýst í aðalatriðum um það að bjarga dóttur sinni úr þessu veseni, en þar endar þetta nú aldeilis ekki því Lucy McClane endar með því að þurfa hjálpa þér við annarsskonar meiriháttar vesen.. Núna er söguþráðurinn nokkuð óljós fyrir ykkur býst ég við, og við skulum bara halda því þannig, því mun meiri spenna verður fyrir ykkur að spila leikinn, …sem ég efast ekki um að þið munuð gera eftir að hafa lesið þessa umfjöllun ;)

Spilun leiksins er eki ósvipuð skotleikjum af þessari gerð á margan hátt. Ekki að það sé slæmur hlutur, alls ekki. En alltaf má gott bæta og það er einmitt það sem er reynt í þessum leik. Lesið áfram og ég mun telja upp nokkur atriði sem gera þennan leik svolítið frábrugðinn þeim venjulega skotleik sem þið hafið vanist hingað til…
Leikurinn mun vera spilanlega á tvenna máta, annar felur í sér að hlaupa í gegnum allt og alla, skjótandi eins og vitleysingur og slátrandi öllum sem voga sér að vera fyrir þér ! ..sounds nice, eh ? ;)
En hinn möguleikinn hins vegar myndi ég segja að væri aðeins meira á “skynsamlegu” nótunum, en þá er að ég að tala um andstæðu þessa stundarbrjálæðis sem áður kom fram, sem kallast í einu orði “stealth.” Ég ætla ekki að fara eyða mikilvægum tíma mínum í að fletta upp í orðabók góðri þýðingu á orðinu “stealth,” því allir sem stunda þetta áhugamál ættu að skammast sín ef þeir vissu ekki hvað það stendur fyrir :)
Ofvirkari úrgáfan er kannski léttari á sinn hátt, því leikurinn býður uppá auto-aim, þá er það samt ekki endilega ráðlegt því oftar en ekki muntu þurfa að berjast í miklum mannjölda. Þar eru einnig fullt af saklausu fólki sem forðast skal að skjóta, það gæti leitt til þess að þú tapir leiknum.. þá er sko betra að hafa nýlega vistað skal ég segja þér ;)

Þegar gíslar og saklaust fólk er í grenndinni skal höfð mikil aðgát, þá er einmitt gáfulegast að gera þetta bara “the sneaky way”…
Svo ég nefni nú dæmi; Ef þú læðist inn á svæði óséður þá muntu taka efir því hversu afslappaðir og áhugalausir óvinirnir eru og það er meira að segja ekki sjaldgæf sjón að þeir séu í hörkusamræðum sín á milli. Ef þú tekur þér góðan tíma í þetta allt saman þá færðu oftar en ekki tækifæri til að snúa aðstöðunni við. Sem dæmi; Þegar glæpamaður snýr baki í þig, þá getur þú læðst aftan að honum og miðað byssu þinni á hnakka hans, með öðrum orðum sett hann í “headlock” eins og er ekki óalgeng sjón í kvikmyndum af þessu tagi.
Í framhaldi af þessu; þegar þú hefur óvin í “headlock”, muntu geta skipað félögum hans að leggjast niður og láta frá sér öll vopn. Þegar það er gert skaltu hlaupa til þeirra og taka upp vopnin, en ef þú pælir ekkert í því líður ekki á löngu fyrr en þeir endurheimta vopn sín, standa upp og reyna að vera þjóðarhetjur og bjarga deginum.. eða eithvað álíka steikt :D
An aðgát skal höfð ! Varastu að taka hvern sem er í gíslingu, því sumir eri mikilvægari en aðrir og sumir eru jafnvel og svo lágsettir og vinalausir að “vinir” hans fórna honum góðfúslega bara til að koma þér fyrir kattarnef. Þá gagnast geurinn varla í mikið annað en lifandi skjöld !
En óheppnin eltir mann ekkert alltaf og það koma tímar sem maður er einstaklega heppinn á fanga, þá skíta allir á sig af hræðslu og þora ekki að gera neitt í þinn garð vegna hræðslu við að meiða þann háttsetta sem þú hefur í kverkataki þínu.

Að sjálfsögðu snýst leikurinn ekkert bara út á að læðast aftan að gaurum og vera eins mögulega lame og hægt er.. neinei, síður en svo. Það koma staðir sem ekkert annað er í aðstöðunni en að ráðast inn í fullt hergbergi af óvinum með eins stóra byssu og maður mögulega getur, skjóta síðan bara allt og alla sem á vegi þínum verða.. “They'll never knew what hit 'em!” Bwahaha! >;)
Sem betur fer fyrir John McClane er um mörg og efnileg vopn að velja í þessum leik og skal ég hér nefna smá brot af hinu svakalega vopnabúri se, maður fær til umráða..
Revolvers, automatic pistols, sniper rifles, submachine guns, og jafnvel crossbows. Þú getur hleypt af öllum vopnum með báðum höndum og það kemur sér mjög vel þegar maður til dæmis fyrir einskærra heppni eignast tvo Revolvers kannski, þá hugsar maður: “Tvo Revolvers ? hvað í ansk.. hef ég við þá að gera ? Nú, auðvitað nota ég bara báða.. einn í hvorri hendi ! :D”
Og það leiðir af sér fleiri skemmtileg “weapon mix-ups” ;)
Að miða byssunum getur verið ansi strembið fyrir þá sem vilja ekki hafa “auto-aim” fídusinn á (skil það svosem vel) en vonast er til að framleiðendur leiksin muni gera það sem þægilegast fyrir útgáfu.

Það er alls ekki um neina Metroid Prime eða Resident Evil 4 grafík að ræða hérna en engu að síður mjög flottur fyrir vikið og keyrir mjög vel á jöfnum hraða. Hvað hljóðið varðar styður hann Dolby Pro Logic II sem er ekkert nema gott, og svo má einnig nefna mjög góða talsetningu. Þeir sem hafa gaman af Die Hard myndunum meiga búast við mörgum skemmtilegum Die Hard frösum sem eru oft meira en lítið skrautleg ;)

Þeim sem líkaði við Die Hard myndirnar munu án efa líka við söguna, sem er alveg frumsamin fyrir leikinn.
Die Hard Vendetta lýtur bara mjög vel út þegar á allt er litið og mun án ef verða skemmtilegur leikur sem ætti að skipa sess í leikjasafni allra þá sem fíluðu Die Hard myndirnar og einnig þá sem hafa gaman af góðum skotleikjum !