Afhverju GameCube ? Ég ætla að taka mér hérna nokkrar mínótur og skrifa grein um afhverju þið ættuð að fá ykkur GameCube.

Núna er ég hardcore Playstation fan en einhvernvegin hefur Gamecube náð hjarta mínu sér við hlið og er hreinlega að eiða upp þrá minni á PS2, svipað og vírus nema ég dei ekki… vona ég..

Við skulum byrja á sjálfum kubbinum.
GameCube, fæst núna á verðinu 19.990 (seinast þegar ég vissi)
Nintendo tilkynntu árið 1999 að þeir væru að fara að gefa út Next-gen leikjatölvu sem bar nafnið “Nintendo Dolphin”
Geisladiskarnir sem jah allir vita, sem geima leikina geta haldið upp allt að 1.5GB sem er reindar ekki það mikið miðað við PS2 sem getur haldið yfir 4GB.
Allavega þá ætlaði ég ekki að tala um ps2 it just slipped out of my mouth… =)

Þessi tegund diska (DVD) getur gefið frá sér alveg gífurlega góðann skýrleika í leikjum.
Ásamt því að nota RGB snúru sem ég þekki reindar ekki mikið en hún á að gefa betri skýrleika fyrir 60hz sjónvörp. svipað og S-video fyrir PS2 ef þetta er þá ekki það sama…

Hinsvegar getur GameCube ekki spilað DVD myndir en nintendo gerði samning við Panasonic og munu þeir gefa út GameCube leikjatölvu sem inniheldur þá DVD spilara og frábært “Space” lúkk.

Fyrir þá sem eiga Gameboy advanced geta nú einfaldlega bæði tengt advance við kubbinn og líka spilað leikina á kubbinum. þið þurfið auðvitað að eiga græjuna til þess en hún er eki komin til landsins svo ég viti til.

Minniskortin eru svipað stór og N64 kortin, halda upp að 4 megabitum af vistuðum leikjum. Það eru aðeins 2 slot fyrir minniskort á gamecube þar sem controller slotin eru 4. sem er ekkert skrítið því ég efa að 4 manneskjur séu að spila einn leik og þurfi allar að seifa á sitthvort minniskortið..
Minniskortið nefnist einfaldlega “GameCube Digicard”

Modem -
Nintendo ætla sér greinilega eitthvað stórt einsog Xbox og PS2.
Modemið sem þeir gefa út fylgir tölvunni ekki og er því keipt sér.
Þið GCN eigendur getið valið milli 56k V.90 modem eða DLS breiðband og getið spilað því leiki á borð við Phantasy star 2 online.

Leikir - ég ætla aðeins að nefna nokkra exclusive titla.

Zelda-
Einn leikur sem allir GCN eigendur að ég held, bíða með mikilli eftirvæntingu. The Legend of Zelda, Leikurinn fór í frammleiðslu fyrir rúmum 2 árum síðan og þá er ég meðal þeirra sem eru gjörsamlega að drepast úr eftirvæntingu.
Þessi Zelda er fyrsti sinnar tegundar, hann mun notast á við Cel-Shaded grafík. Margar vonir um frábærann leik urðu að engu þá en hvað er að vita? þessi leikur er sagður eiga eftir að slá svo rækilega í gegn að metal gear 2 megi fara að passa sig :P

Resident Evil-
Jæja núna ætla ég bara einfaldega að benda á þessar 2 greinar eftir mig og Sphere.

<a href="http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?grei n_id=59127“> RE greinin hans sphere </a>
<a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?grei n_id=58923"> RE greinin mín </a>

Enternal Darkness-
Hér er sagt að leikurinn sem á að sópa Resident evil útí horn séi mættur, hinsvegar efa ég að nokkur gamecube eigandi láti RE fara frammhjá sér fara.
Enternal Darkness er Creepe, drungalegur og dimmur leikur sem fær mann til að naga sokkana sína.
[tekið af bt.is]

Undirbúðu þig fyrir einhver svakalegasta thriller þar sem ekkert er eins og það sýnist. Því lengra sem þú kemst niður í hinn dimma heim djöfla og alls ills því erfiðara er það fyrir þig að halda sönsum.

Ef þú notar Tome of Eternal Darkness opnar þú fyrir leyndarmál sem binda Alex Raivas illum öflum. Einnig skaltu læra á “Magic” því þannig geturðu gert alls konar galdra sem hjálpa þér á leiðinni í hinn dimma heim.

Metroid Prime-
Einsog öllum er kunnugt þá er þetta stórmeistara verk á leiðinni og hver getur setið rólegur yfir því? ekki ég það er víst.
Hasarleikur sem tekur þig í fyrstu-persónu view og heimurinn er tær snilld, ef þú hefur ekki sótt myndbandið hér af huga þá er eitthvað að þér…

Jæja þar sem ég á ekki GameCube (kill my self) þá er ég illa mikið að vonast til þess að sjá lítinn kassa undir tréinu þessi jólin (GameCube sunpack) =D og þá verða sko jól allt árið hjá mér.. næsta ár líka =)

Þetta er engin huge grein ég veit það og margir af ykkur vita sennilega allt sem ég skrifaði hér en ég er bara á einhverju kubba flippi og langaði að senda inn grein. endilega… ég byð ykkur!!! ekki setja útá stafsetningu =)
Svo hafði ég ekkert að gera og ákvað því að útbúa eina mynd með þessari grein, það er meðfylgjandi mindin hérna á leikjatölvur.

Jæja þá þakka ég bara fyrir mig.
Beer, I Love You.