The Legend of Zelda [Nintendo GameCube] The Legend is Reborn..

Fáir leikir hafa valdið eins miklum usla í leikjasamfélaginu eins og The Legend of Zelda fyrir GameCube hefur gert. Þegar leikurinn var fyrst sýndur, næstum fyrir 2 árum síðan, var grafíkin mjög lík þeirri sam hafði verið Zelda leikjunum í Nintendo 64, sem sagt virkilega flott. En á síðustu Space World sýningunni sem haldin var í Japan, kipptu Nintendo menn teppinu undan öllum sem viðstaddir voru, með því að sýna allt annan Zelda leik en búist hafði verið við. Sá leikur var algjörlega “Cel-Shaded,” eða með svokallaðri teiknimyndagrafík. Sumir urðu kjaftstopp, aðrir fengu hjartaáfall, og enn aðrir frömdu sjálfsmorð á staðnum. En hins vegar var fólk sem leit á þetta sem tæra snilld! og einnig fannst sumum þetta engu breyta, því Zelda væri alltaf Zelda, og Zelda er og verður alltaf SNILLD! :D Nú þegar “pressan”og aðrir einstaklega heppnir aðilar hafa fengið að prófa þennan dýrgrip þá breyttist álit margra á augabragði. Grafíkin hætti að angra þá og sumir jafnvel byrjuðu að elska hana, en aðalatriðið var að spilunin í leiknum er núna stærsti parturinn og er mest fókusað á skemmtun og húmor og því um líkt, sem er náttúrulega hin argasta snilld því þá meigum við búast við hinni mestu skemmtun eins og hún gerist best, og meistaraverk í alla staði sem mun skipa heiðursess í leikjaúrvali GameCube og einnig sem einn besti, (ef ekki besti) Zelda leikur hingað til.

Zelda serían hefur hefur eiginlega ekki fylgt neinum föstum þræði út sögu sína–Oftast hoppar hún milli margra staða og meikar ekki alveg sens, og það vill oft vera ruglandi fyrir þá sem reyna að fylgjast með sögunni eitthvað og gera stóra heild úr öllum leikjunum. Það er meira en að segja það því leikirnir sumir hverjir tengjast á mjög lítinn hátt. Það sem enn er vitað um söguna í nýjasta leiknum í seríunni hljóðar á þennan veg: Systur Link's er rænt af risastórum fugli, og þarf Link að hafa sig allan við að bjarga systur sinni, Arille, úr greipum ókekkts óvinar. Enn sem komið er eru engar vísbendingar um það hvort að Zelda prinsessa, Hyrule, eða hinn alkunnugi erkióvinur Links, Ganon, muni koma eitthvað við sögu í þessum leik. En þar sem sagan er nokkuð óljós enn sem komið er, þá vita allir unnendur Zelda leikjanna að sagan hefur alltaf verið mögnuð í öllum þessara leikja og mun það ekki vera nein undantekning í þessu tilfelli.

The Legend of Zelda - Ocarina of Time, Zelda leikurinn á GameCube sem allir ættu að kannast við, var algjörlega frábær í alla staði og að margra mati einn sá besti leikur sem gerður hefur verið. Hann inniheldur frábæra grafík og mikilfenglega spilun svo fátt sé nefnt. Einnig innihélt hann virkilega góðan fídus er kallast “Z-Targeting” eða “Z-Lock.” Þessa snilld hafa ófáir leikir nýtt sér efitr komu Zelda - OoT, enda magnaður fídus sem sem skiptir sköpum í spilun leiksins. Að sjálfsögðu skal “Z-Targeting” vera notað í Þessum nýja Zelda leik á GameCube, því annað væri bara vitleysa. Eini munurinn verður sá að nú notarðu L takkan til að kveikja á því. Eftir að hafa læst óvininn í mið, þá geturu látið Link rúlla sér í hring kringum óvininn og þetta rétta tækifærið gefst, ýtir maður á B takkan til að stökkva á hann í árásarhug og skera hann í marga búta! :)
Þú getur einnig skipt milli óvina sem þú hefur í miði þínu með því að ýta á L takkan, eða látið Link forðast árásir óvinanna með því að rúlla sér til hliðanna, það er gert með því að halda inni B takkanum og færa analog pinnan til hliðanna. Ef þú hins vegar heldur inni A takkanum og sleppir síðan, þá mun Link framkvæma tilkomumikla snúandi árás með sverði sínu (spinning slash), þegar sú árás er framkvæmd snýr Link sér hratt í marga hringi og sveiflar sverði sínu á miklum hraða, ef þú hins vegar tikkar nokkrum sinnum á takkan á Link að geta gert fjölda bragða (combos) og mikil högg með sverði sínu. Eins og tíðkaðist í fyrri Zelda leikjum munu vera fullt af leynum, eins og faldnir hlutir geymdir í hinum ýmsu krukkum og háu grasi, þá kemur sverðið að góðum notum og er hið minnsta mál að stúta krukkunum á slá grasið, allt fyrir peningana(rupees) gert! ..og hina ýmsu hluti sem kunna að leynast í því :)

Einnig má nefna annan hlut sem skipaði stóran sess í leiknum fræga á Nintendo 64, sá hlutur, eða fídus, nefnist “sjálfkrafa-stökk” (eða automatic jump), og sá fídus hefur einnig verið notaður í nýja leiknum á GameCube, ekki að ástæðulausu því enda gerði hann mikla lukku í leikjunum fyrir Nintendo 64. Eins og flestir ættu að hafa tekið eftir tala ég alltaf um Zelda fyrir N64 sem einn leik, en að sjálfsögðu eru þeir tveir talsins og er sá síðari, Majora's Mask, alveg þess verðugur að nefna, enda varla síðri en sá fyrri. En aftur að þessum magnaða fídus, ekki nóg mað það að Link hoppi alltaf að sjáfu sér í hvert skipti þegar maður gengur fram af einhverri brún, þá er einnig hægt að stökkva á veggi og grípa í toppinn á þeim, síðan snýst valið um að færa sig meðfram brúninni með höndunum eða bara einfaldega hífa sig upp á yfirborðið. Þetta var reyndar í fyrri leikjunum 2 á N64 líka, en engu að síður þess vert að nefna. Þetta leiðir til þess að bæði B ob L takkarnir gera misjafna hluti eftir því hvort þú sért í bardaga eða ekki. R takkinn er hins vegar notaður í að verja sig með skildi sínum gegn óvinum, beygja sig niður eða ýta við og færa kassa. Þegar þú ert ekki með óvin læstan í sigti þínu þá er B takkinn notaður til þess að tala við fólk, klifra uppá kassa og aðra háa hluti, láta Link sleppa reipi/kaðli sem hann hangir í, eða taka upp hluti.

Já, talandi um að taka upp hluti! Í rauninni er það nokkuð stór partur af þrautum leiksins, því núna hefuru þann hæfileika til að taka upp vopn og hluti af dauðum óvinum og geyma það síðan til persónulegra nota. Það er ósjaldan sem þú kemur kannski inn í eitthvað herbergi og þar blasir við þér grimmur óvinur ógnandi á svip og svo stór hindrun kannski fyrir aftan hann, úff hljómar ekki skemmtilega er það ? En viti menn, þetta er ekki eins hrikalegt og það virðist vera, first things first; Einbeita sér af ógnvaldinum…………… Ok, nú er hann væntanlega búinn að fá að finna fyrir sverði þínu og þú horfir stoltur á rotnandi líkið, þá hugsarðu: “Hvað með þessa hindrun sem er í enda herbergisins ? það er ekki sjéns að ég muni komast framhjá henni án mikils barafls.” En viti menn! þú sérð glitta í eitthvað tilkomumikið hjá líkinu, þá kemur sér vel að geta tekið upp hluti því þetta mun vera ekkert annað en risavaxið og tilkomumikið sverð. Nú skaltu endilega taka þér smá tíma í að dáðst að þessu nýja vopni þínu og helst kíkja aðeins á huga eða ircið og monta þig svolítið ;) En þegar það er yfirstaðið þá er um að gera að prufukeyra gripinn, hmm.. hvað væri nú gott test fyrir þetta all svakalega sverð ? Nú þessi hindrun að sjálfsögðu, sem þú hefur verið að hafa áhyggjur af í þónokkurn tíma. Þá er um að gera að ráðast bara á ruslahrúguna eða hvað sem er í vegi þínum og mölva það mjélinu smærra! ..Problem solved :)
Einnig gætiru lent í þeirri aðstöðu að þú drepur kall, tjékkar hvað hann hafði að geyma og finnur þar “deku-spýtu”(deku stick), þá segir sig nokkurnveinn sjálft að þú þurfir að komast í næsta eld og kveikja á henni, og það sem tekur svo við skaltu sjálfur þurfa að finna út, lesandi góður :)

Eins og þú hefur líklega getið til með sjálfum þér, þá spilar það stórt hlutverk í leiknum að nota sérstaka hluti (special items). Enn sem komið er er aðeins búið að staðfesta 3 hluti af þeirri gerð, en þeir munu vera: uppfærð útgáfa af gripkróknum (hookshot), einhversskonar kýkir, og göldrum gæddur steinn sem Link ber um háls sinn. Gripkrókurinn er notaður í þeim tilgangi að hjálpa Link við að ná til framandi staða, eða með öðrum orðum þá staða sem hann nær ekki til sjálfur. Það þarf nú varla að útskýra til hvers kýkirinn er notaður, en það mun vera í þeim tilgangi að sjá lengra en augað nær, nú eða sjá hluti betur sem eru langt frá. Þá víkur umfjölluninni að Galdrasteininum, hann mun vera ekki ósvipaður Navi, sem var svífandi álfkona(Fairy) og mikil hjálparhella í OoT. Hann mun stoppa þig af við og við og segja þér hinn ýmsa fróðleik lífið og tilveruna, nú eða bara fræða þig um staðinn sem þú ert staddur á “at the moment” :) Einnig er vert að nefna að þessi fróðleikur kemst aðeins til skila með því að ýta á Z takkan.
Allir hlutir sem Link ber á sér er hægt að skella í svokallaða flýtitakka sem munu vera X og Y, en það auðveldar manni að nota hlutina sem maður þarf mest á að halda. Þetta kerfi er ekki alveg jafnþægilegt og það var að hafa 3 hluti stillta á 3 C takka (N64), en engu að síður mjög hentugt og skipar stóran sess í spilun leiksins.

+ takkinn (sá sem stundum er notaður til hreyfinga), kemur einnig að góðum notum — Með því að ýta upp þá færðu kort yfir svæðið, með vinstri fær maður upp glugga með ýmsum valkostum, hægri flettir í gegnum þá hluti sem þú berð á þér. En hins vegar ef þú ýtir niður þá mun lítið kort hverfa, sem staðsett er niðri í hægra horninu. Tilgangurinn með því er líklega tengdur því að fá betra sjónarhorn eða yfirsýn yfir það sem er að gerast. Orkan, eða lífið hans Link's er mælt í hjörtum eins og alltaf hefur tíðkast í þessari seríu, og algjör óþarfi að breyta því neitt. Eftir að hafa drepið endakalla munt þú fá eitt hjarta í safnið og það gerir orkuna meiri.

Fimm hlutar af leiknum hafa verið sýndir enn sem komið er, sem hver og einn mun hafa sérstaka spilun. The Island of the Magical Beast er staður sem af vissum ástæðum þarf að fara varlega og læðast um. Þá kemur sér vel að fela sig bakvið kassa og þess háttar hluti til þess að varast að óvinir taki eftir manni. Þessi staður er ógnandi elfjall og skal með öllum ráðum fara varlega um það.

Ég vill ekki spilla fyrir ykkur miklu af sögu leiksins þannig að ég sleppi því bara að fjalla um hina 4 staðina.

Mjög svo áhugaverður möguleiki er sá að það mun vera hægt að spila leikinn í nokkurskonar “co-operative” með því að tengja GameBoy Advance við GameCube. Þetta á víst að vera nokkuð þægilegur kostur og gaman af honum, en hvernig hann virkar nákvæmlega, hef ég ekki á hreinu. Það sem heillar mjög marga við þennan leik er að það bólar næstum ekkert á neinum “loading times”, sem er frábær kostur að mínu mati, því loading er eitt af því sem fer mest í taugarnar á mér í mörgum leikjum, ..ef það er langt þ.e.a.s. Þegar Link fer inn á nýtt svæði þá fer skjámyndin í smá pásu og snýst síðan við, og á þessum örstutta tíma er leikurinn búinn að hlaða inn nýja svæðið. Og ekki skemmir fyrir að þessi leikur er mjög svipaður í spilun og leikirnir 2 á N64, sem sagt = frábær spilun! Og munu verða þónokkuð magn af svakalegri sögu, bardögum, þrautum, dulúð og bara allt sem gerir leiki góða. Og svo maður tali nú ekki um hversu langt er ennþá í leikinn, það gætu orðið mikið magn af nýjungum og breytingum þangað til. Og ef ég þekki Nintendo rétt, þá verða þær til góða! :)

The Legend of Zelda hefur einnig verið að fá mikið lof gagnrýnenda fyrir hversu frábær teiknimyndagrafíkin er, og er sagt að það sé varla hægt að finna betra “animation” í neinum öðrum leik. Aðeins það hvernig óvinirnir hreyfa sig fær augabrýrnar til að rísa >:)
Margir hafa kvartað útaf því hvernig andlitið á Link er, en þess má geta að það var sérstaklega hannað til þess að geta haft eins miklar hreyfingar í því og hægt er, þannig að Link mun hafa marga skemmtilega svipi til umráða :)

Grafíkin er heldur alls ekki af verra taginu, og þá má nefna dæmi eins og í eldfjallaborðinu. Þar má sjá eldglæringar út um allt og hitagufur í loftinu. Og einnig má nefna eitt svæði nálægt sjó, þar má sjá svakalega þoku liggja yfir öllu saman, það er svo vel gert að maður getur nánast fundið saltlyktina af vatninu.
Einnig er magnað hvernig leikurinn helst alltaf í þessum teiknimyndastíl, en lýtur alltaf jafn frábærlega út. Smáatriðin eru gífurleg og það má sjá smá reyk þyrlast upp þegar Link hleypur um. Þegar vopnið sem Link hefur slæst utan í vopn andstæðingsins þá myndast ógurlegt neistaflug og glampi. Ég mæli sterklega með því að allir finni myndband úr þessum leik og horfi á það (er til hér á huga eftir því sem ég best veit), trúið mér, ykkur mun líka það sem þið sjáið! Leikurinn lítur frábærlega út í hreyfingu og ég verð að segja fyrir mína parta að þetta er sú flottasta teiknimynd sem ég hef séð! :D

Leikurinn inniheldur dramatískan söguþráð og mikið er um samtöl milli fólks, en þess á geta að það er ekki talað inn á neitt af þessum samtölum. Það er á þann veg vegna þess að þá getur spilandinn skapað sína eigin stemningu yfir þessu, og ýmindað sér nokkurn veginn hvernig samtalið myndi fara fram. Hins vegar koma alltaf “loftbólur” með texta í þegar einhver aðili segir eitthvað. Hljóðið í leiknum er líka virkilega flott og það er magnað að heyra sverð skella á hvort annað, þá kemur þessi svakalegi hljómur sem er svo flottur við sverð-bardaga :D
Zelda tónlistin hefur alltaf verið virkilega skemmtileg og passað frábærlega við hasarinn sem á sér stað í þessum leikjum. Ég á ekki von á öðru en að tónlistin í þessum verði af mjög svipuðu sniði, svona til að svíkja ekki hörðustu aðdáendurna. Hljóðið er einnig bara mjög flott yfirhöfuð og styður leikurinn Dolby Pro Logic II til fulls.

Hafið það í huga að leikurinn er enn í fullri vinnslu og munu án efa bætast við mikið magn af hlutum sem komu ekki fram í þessari grein.
En eitt er strax komið á hreint…
The Legend of Zelda fyrir GameCube mun svo sannarlega verða eitt stórt meistaraverk sem allir sannir leikjaunnendur ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara!