Pétur gautur-Gagnrýni Höfundur
Henrik Ibsen
Þýðing
Karl Ágúst Úlfsson
Leikstjórn
Baltasar Kormákur
Leikmynd
Grétar Reynisson
Búningar
Helga I. Stefánsdóttir
Ester Ásgeirsdóttir
Sigurður Bjóla
Lýsing
Páll Ragnarsson
Aðstoðarmaður leikstjóra
Ingrid Jónsdóttir
Leikarar
Björn Hlynur Haraldsson
Brynhildur Guðjónsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðrún S. Gísladóttir
Ingvar E. Sigurðsson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Ólafur Darri Ólafsson
Ólafur Egill Egilsson



Ég fór á Pétur Gaut í gær. Mér til mikillar gremju þá var söguþráðurinn flókinn. Ég hef lesið bókina og fannst hún góð og það hjálpaði mér líklega mikið við að skilja hana. Leikritið er eftir Henrik Ibsens, sem varð heimsfrægur á ljóðaleik sínum.

Bókin var gefin út árið 1867 en tæplega áratugi síðar var það frumflutt og það hefur reglulega verið sett upp í frægum uppsetningum í helstu leikhúsum heims síðan þá. Hin margbrotna titilpersóna verksins og knýjandi spurningar um það sem skiptir máli í lífinu og kjarna mannsins hafa heltekið jafnt leikhúslistafólk sem áhorfendur í gegnum tíðina. Í sýningu Þjóðleikhússins nú, er sjónum beint að Pétri Gaut í nútímanum.

Baltasar Kormákur leikstýrði verkinu frábærlega. Hann blómstrað betur í leikhúsinu en í kvikmyndabransanum að mínu mati þótt margar af hans myndum hafa skapað sér stóran sess í íslenska kvikmyndabransanum.

Leikararnir stóðu sig frábærlega við túlkun versins einkum Björn Hlynur Haraldsson sem lék Pétur gaut. Leikritið skartaði marga af bestu leikurum íslands.

Sviðsmyndin var það sem stóð mest úr… Pétur gautur og Þetta er allt að koma hafa haft bestu sviðsmynd sem nokkurn tíman hefur sést. Baltasar hlítur að hafa gott auga fyrir því. Lýsingin var líka eitt af því sem stóð frammúr og var alveg frábær. Verkið semsagt stóð alveg undir sér og ég mæli með því að þið farið á það. Ég gef því 8 stjörnur af 10.