Below (2002) Leikstjóri: David Twohy
Handrit: Lucas Sussman, Darren Aronofsky og David Twohy


Ég er ekki mikill aðdáandi af draugamyndum því mér finnst oftast nær plottið í þeim frekar þunnt en ég hafði þó gaman af þessari og finnst hún alveg vel þess virði að horfa oftar á en einu sinni.

Myndin skeður í seinni heimstyrjöldinni þar sem við fáum að fylgjast með áhöfn kafbátsins USS Tiger Shark. Áhöfnin bjargar þremur farþegum úr farþegaskipi sem varð fyrir árás frá þýskum kafbáti. Fljótlega eftir komu farþegana um borð byrja ýmsir furðulegir hlutir að ske um borð og áhafnarmeðlimir týna lífinu hver á eftir örðum og þurfa því eftirlifendurnir að komast upp á yfirborðið en það er hægara sagt en gert þar sem þýskt herskip hefur verið að elta þau uppi til að sökkva kafbátnum.

Það sem fékk þessa mynd til að ganga upp í mínum augum er að í myndinni er ekki verið að einblína á draugasöguna eins og með flestar draugamyndir. Heldur er draugagangurinn aukaplott í myndinni á meðan aðal sagan er um flótta áhafnarinnar undan þýska herskipinu og svo er draugagangurinn notaður til að gera áhöfninni erfiðara fyrir til að sleppa. Svo sögulega er hérna virkilega góð saga á ferðinni sem maður getur nánast sökkt sér ofan í. Auk þess sem hún er nánast trúverðug.

Persónusköpunin í myndinni er góð og fá persónurnar að njóta sýn mjög vel. Það er reyndar ekki verið að eyða miklum tíma í persónusköpunina í byrjun myndarinnar en hún kemur svona jafn og þétt með myndinni og þegar maður lýtur á myndina í heild þá sér maður að helstu persónurnar fengu góðan tíma fyrir sig. Auk þess sem leikararnir skiluðu hlutverkunum sýnum vel og má segja að allir leikararnir séu að leika sýn sterkustu hlutverk. Enginn í myndinni er með hlutverk sem hann ræður illa við.

Á köflum krefst myndinni þess að tæknibrellur séu notaðar en brellurnar eru því miður ekki á sama stalli og myndin og því miður hefur það áhrif á myndina. En þegar það þarf ekki að notast við brellur þá er myndin í essinu sínu.

Eins og sjá má þá er myndin með þungavigtamenn í handritsgerðinni sem skýrir auðvita það hversu góð myndin er í raun. En svo má heldur ekki gleyma leikstjóranum, David Twohy, en ég held að hann sé einn sá vanmetnasti leikstjórinn í Hollywood í dag. Allar myndirnar hans hingað til hafa verið frábærar og hann sýnir þvílíka hæfileika í leikstjórastólnum. Og hann nær alltaf því besta úr leikurunum. Hann lét meira að segja Vin Diesel líta vel út í báðum myndunum sem hann hefur leikstýrt með honum. David Twohy á skilið að fá tækifæri til að taka að sér stórmynd frá einhverjum af stóru fyrirtækjunum. The Chronicles of Riddick er reyndar flokkuð sem stórmyndi og hún floppaði í bíó en hefur grætt það mikið í DVD sölu að byrjað er á framhaldinu af myndinni. Má meðal annars segja frá því að The Chronicles of Riddick, Directors Cut seldist í 1.5milljóna eintaka fyrsta daginn sem hún kom út.

En aftur að Below en hún er topp hryllingsmynd sem allir ættu að sjá og þeir sem hafa gaman af “gáfuðum” myndum ættu að hafa gaman af henni.

***/****

Trailer

Mynd 1 - Mynd 2 - Mynd 3
Helgi Pálsson