MI:2 : Heimsk mynd
Þeir sem ekki hafa séð Mission Impossible 2 og ætla að sjá hana (sem ég mæli ekki með) ættu ekki að lesa lengra.<br><br>Ég skoðaði kvikmyndir.is áðan og sá dómana sem fólk var að gefa MI:2. Flestallir gefa myndinni 3-4 stjörnur og hafa lítið yfir myndinni að kvarta.<br>Tók enginn eftir hvað hún var innilega vitlaus?<br><br>Dæmi 1:<br>Þegar Ethan Hunt brýst inn í virki illmennanna og lendir í bardaga við aðalaðstoðarmann óþokkans. Ethan Hunt virðist hafa tapað bardaganum og er dreginn til óþokkans, barinn niður og drepinn. Fyrir utan að áhorfandinn veit allan tímann hvað er í gangi (af því að það er búið að nota þetta grímutrikk 3-4 áður í myndinni) þá getur maður ekki annað en spurt sig að því af hverju Ethan Hunt var með grímu af aðstoðarmanninum og sjálfum sér. Ætlaði hann allan tímann að gabba þá svona? Hvað var hann eiginlega með margar grímur í bakpokanum sínum? Hann vissi varla nákvæmlega hvað myndi gerast þegar hann kæmi inn í virkið.<br><br>Dæmi 2:<br>Gróðavon óþokkans lá í því að hann ætlaði að fá fullt af pening, kaupa hlutabréf í fyrirtækinu sem framleiða átti mótefnið sem þurfti gegn vírusnum hans og græða þannig milljarða þegar vírusnum væri sleppt út í heimi. Síðan sleppir hann konunni sem er sýkt í miðborg Sydney til að nota hana til að breiða út vírusinn. Fyrir utan að áhorfandanum er aldrei sagt hvernig fólk smitast af vírusnum þá gengur óþokkinn alls ekkert úr skugga um að konan verði í miðborg Sydney. Hún gat auðveldlega labbað út á klettabrún til að drepa sig. Það fylgdist enginn með henni til að vera viss um að áætlunin myndi ganga upp.<br><br>Sumir myndu segja að ég væri of smámunasamur en ég er alls ekki sammála því. Mér finnst alveg sjálfsagt að gera þær kröfur að handrit myndarinnar sé gáfulegra en það sem notað var í MI:2.<br>Ég var enginn sérstakur aðdáandi fyrri Mission Impossible myndarinnar en hún var samt margfalt skárri heldur en þetta rusl.<br><br>Khayman hefur talað