Orange County er um ungan dreng (Son Tom Hanks) (svona 16 ára-18 ára) sem er brimbretta gaur. Dag einn á ströndinni finnur hann bók eftir kall sem er virtur bókmenntaprófessor í bókmenntum (smá djókur) hjá Princeton (man samt ekki alveg). Eftir að hafa lesið bókina fimmtíuogeithvað sinnum þá fer hann sjálfur að skrifa bók um það hvernig er að vera unglingur í Orange County (appelsínu Héraði).

Fjölskylda þessa unga drengs er vægast sagt MJÖG skrítin, t.d. mamma hans er sífull, pabbi hans flutti að heiman og býr með 20 ára bimbói, bróðir hans (leikinn af Jack Black) er dópisti og stjúp-pabbi hans er í hjólastól og kærastan hans er öll svona “ég-verð-að-bjarga-öllu-sem-er-að-deyja” manneskaj (A.K.A: Hippie).
Hann á 2 vini sem eru líka skrítnir og þeir eru tíbískir “surfer dudes”.

Þegar honum er síðan hafnað frá skólanum sem hann sótti um fer hann og reynir að bjarga málunum en endar bara með því að hann gefur skólameistaranum dóp, bróðir hans kveikir í skólanum og kærastan heldur næstum framhjá honum.

Þetta er tíbísk unglinga grín mynd sem skartar Colin Hanks (minnir að hann heiti það (Sonur Tom Hanks)) og Jack Black.

Mæli með þessari mynd 5/5 *

+Quarashi er með lag í myndinni.

Achonda