Juno MacGuff (Ellen Page) er ekki hefðbundinn sextán ára unglingur. Fyrir það fyrsta, þá er henni alveg sama hvað öðrum finnst um hana. Hún kemst að því að hún er ólétt eftir eitt skipti með besta vini sínum, Paulie (Michael Cera) og tekur fréttunum furðurólega.
Paulie leyfir Juno að taka allar ákvarðanir varðandi barnið. Hann er bálskotinn í henni en hún segist ekki vilja neitt meira en vinskap. Juno ákveður að fóstureyðing henti sér ekki. Hún vill ekki ala barnið upp sjálf sem þýðir að hún hefur um fátt annað að velja en að gefa barnið til ættleiðingar. Juno fær hjálp frá vinkonu sinni Leah (Olivia Thirlby) við að leita að góðum foreldrum.
Myndin hefur fengið góða dóma víða og notið mikilla vinsælda.
Trailer myndarinnar er að finna hér að neðan:
<object width=“425” height=“355”><param name=“movie” value="http://www.youtube.com/v/K0SKf0K3bxg&rel=1“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/K0SKf0K3bxg&rel=1“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355"></embed></object>
—-
Kveðja! keys
Bætt við 13. febrúar 2008 - 07:38
—
ATH EF SLÓÐIN AÐ OFAN VIRKAR EKKI ÞÁ ER SLÓÐIN Á MYNDBANDIÐ ÞESSI:
http://youtube.com/watch?v=K0SKf0K3bxg
JUNO