Jæja, þá er The Mist komin en hún er kannski búin að vera tilhlökkunarefni margra hér inná /kvikmyndir vegna þess að enginn annar en Frank Darabont skrifar og leikstýrir henni.

Þetta er þriðja mynd Darabont sem er gerð eftir sögum Stephen King en hinar eru The Green Mile og The Shawshank Redemption. Þessi síðarnefnda er einmitt númer 2 yfir bestu myndir allra tíma að mati notenda IMDb.

Myndin sjálf fjallar um það að heljarinnar mistur fer yfir smábæ í Bandaríkjunum og í mistrinu virðast vera einhver kvikyndi sem fara að herja á íbúa bæjarins, en myndin sjálf gerist í verslun einni þar sem David Drayton er með syni sínum að versla.

Aðalhlutverk eru Tom Jane, Marcia Gay Harden, sem þykir víst sýna stórleik, og margir fleiri.

Hvernig fannst ykkur myndin?