Já, mig langar til þess að spyrja hvort einhver hafi hugmynd um hvar á þessu litla landi er hægt að nálgast Disney myndirnar (og aðrar í þeim dúr) með íslensku tali?
Þá er ég að tala um þessar klassísku:
Lion King, Aladdin, Toy story, Bugslife, Mulan, Tarzan o.s.frv.

Ég veit að Skífan er með einhverjar myndir…en mig hefur nú bara aldrei langað í Alddin á dönsku.. :O/
Veit ekki frá hvaða Evrópumarkaði þeir eru að kaupa þetta á!
Svo ætla ég líka svona í leiðinni að hrauna yfir lélega þjónustu. Hringdi og spurði sérstaklega eftir Lion King og Aladdin með íslensku tali og mér var sagt “já”. Svo þegar ég koma þarna að þá eru myndirnar ekki einu sinni til (nema jú Aladdin á DÖNSKU)

En allavega, það væri æðislegt ef einhver vissi hvar er hægt að nálgast þetta. Er búin að vera að leita og leita.
Vatn er gott