Apocalypse Now er núna búin að bætast í hóp mynda sem hafa verið lagfærðar.

Það er búið að laga myndgæðin þannig að þau fullfylli kröfur nútímans. Litir hafa verið lagaðir til líka (hlutir eiga til að upplýsast þegar þeir eldast og það er búið að laga þetta)

Það er búið að henda inn auka 53 mínotum í myndina og hún er núna meira en 3 tímar að lengd! En upprunalega útgáfan áður en hún var klippt var yfir 5 tíma!!

Ég ætla ekki að fara að tala um þau atriði sem hafa verið sett aftur í myndina en hún verður sýnd fyrst á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Maí og síðan 15 Ágúst í Bandaríkjunum. En myndin var einmitt frumsýnd þann sama dag árið 1979.