Þessi grein getur eyðilagt fyrir manni myndina en ef þú vilt lesa farðu lengra niður.

Ég gekk niður í bíó á sunnudagskvöldi með vini mínum. Þetta var bjart kvöld og við ætluðum að sjá The Whole Ten Yards.
Eins og allir vita er hún beint framhald af The whole nine yards.Ég hélt hún yrði snilld eins og fyrri myndinn og ég varð ekki svekktur yfir þessari mynd.

Þessi mynd fjallar um hann Oz sem Matthew Perry leikur eins og alli vita. Hann fær í heimsókn mann sem er nýbúinn að sleppa úr fangelsi. Hann veit að Jimmy the tulip (Bruce Willis) er ekki dáinn og ætlar að hefna dauða sonar síns. Þess vegna rænir hann konu hans ,Cynthiu (Natasha Henstridge) með ungverskum vinum sínum. Oz ætlar að taka málin í sínar hendur og biður Jimmy að hjálpa sér. Jimmy er orðin vitstola og finst best að matreiða, taka til og innrétta.
En hann samþykkir að hjálpa honum en vegna þess að hann heldur að Oz sé kjaftaskur treysti hann honum ekki. Málin blandast og allt fer í bál og brand.

Þess vegna verður maður að sjá þessa mynd. Þessi mynd er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð og ég myndi gefa henni ***1/2 af *****. Hún kitlar hláturtaugarnar í manni alla myndina og maður starir allan tímann á skjáinn, ekki horfir maður upp í loftið í bíóinu og kraflar í nefinu á sér. Nei.!!!!.
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”