Meistaraverkið Donnie Darko verður sýnd í Norðurkjallara í kvöld, þriðjudagskvöldið 7. okt.

Myndin er frá 2001 og segir frá unglingsstráknum Donnie Darko sem á við geðræn vandamál að stríða, svo sem ofskynjanir og þunglyndi. Eitt kvöldið í svefngengi sínu hittir Donnie mannhæðaháu kanínuna Frank sem segir honum að heimurinn muni enda eftir 28 daga. Meira má ég eiginlega ekki segja um innihald myndarinnar en þessi kvikmynd er að margra mati algjört meistarastykki, hún hefur unnið til fjölda viðurkenninga á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og hlaut einróma lof gagnrýnenda um heim allan þegar hún kom út. (t.a.m. 8,3 á IMDB.com og er þar í 88. sæti yfir bestu myndir allra tíma, og 80% á rottentomatoes.com)

Því miður rataði þessi mynd ekki í kvikmyndahús hérlendið og fór því framhjá mörgum, sem er synd og skömm, því þetta er kvikmynd sem á meira erindi fyrir augsýn almennings en flest það sem við sjáum í kvikmyndahúsum hér á landi.
Sýningin hefst klukkan 20:00 en á undan verður endursýnd Busamynd MH sem er af flestum gagnrýnendum talin eitthvað það sóðalegasta og dónalegasta sem flutt hefur verið á íslenska (og þýska) tungu.

Það kostar 200 krónur inn (50 kall ef þú ert í MH)

Ég hvet eindregið alla til að mæta sem ekki hafa séð þetta meistaraverk og líka þá sem hafa séð hana og vilja sjá hana í sambærilegri stemmningu og myndast í kvikmyndahúsi.<br><br>—–
[Life sucks and then you die!]