DVD er drasl. Nema einhver sé tilbúinn að eyða 1500 kalli aukalega til þess að þurfa ekki að spóla til baka og geta slept texta. Auk þess eru flestar myndir sýndar fyrr eða seinna í sjónvarpinu þar sem maður getur tekið þær upp. þannig að í raun er maður að eyða u.þ.b. 3000 kr. í ekki neitt.

Það mín reynsla að eftir að ég fékk DVD þá er ég hættur að nenna að taka upp myndir í sjónvarpinu. Svo er líka óþolandi að geta ekki bara byrjað að horfa á myndina, heldur verður maður fyrsta að horfa á kynningu á framleiðandanum og reglur um notkun disksins í nokkrar mín. áður en maður fær að horfa á stutt intro sem eru kannski ásættanlegt í fyrsta skipti sem maður notar diskinn, en eftir það er maður næstum algerlega búinn að missa áhugann á myndinni þegar maður getur loksins valið play movie.
Sumir kaupa meira að segja DVD diska til að geta horft á þá í tölfunni sinni þar sem þeir missa oft af því að liggja þægilega í sófa með stóran skjá fyrir framan sig. Heldur vilja þeir sitja í sæmilega þægilegri stellingu, í skrifborðsstól sem er ætlaður fyrir fólk sem vill sitja upprétt, og horfa á lítinn skjá.
Ég ætla ekki einu sinni að byrja að skrifa um region dæmið því ég gæti skrifað svo langa grein um það að enginn myndi nenna að lesa hana.
Síðan er verið að tala um gæði. Hver tekur eftir þvílíkum smámunum eins og þeim sem vantar uppá hjá vídeói. Auk þess sem ég held að fæst sjónvörp geti sýnt þannig smámuni.
Einn kost get ég séð við DVD, það er að maður getur horft á það í fartölfunni sinni nánast hvar sem er og hvenær sem er.

Niðurstaðan er sú að dvd er drasl og mig myndi miklu frekar langa að kaupa tvær góðar myndir á spólu þar sem ég þarf að spóla til baka og hafa íslenskan texta, heldur en einn DVD disk þar sem ég þarf að bíða í u.þ.b. mínutu í hvert skipti sem ég kveiki á tækinu eða set nýjan disk í.


-Óánægður viðskiptavinur og fórnarlamb tískubylgju