Interview With The Vampire (1994) Interview With The Vampire: The Vampire Chronicles (1994)

Leikstjóri: Neil Jordan
Handrit: Anne Rice
Lengd: 122 mín
Framleiðendur: David Geffen, Stephen Wolley
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Brad Pitt, Antonio Banderas, Kirsten Dunst, Christian Slater, Steven Rea


sbs: ***+/****

Vampírur hafa alltaf verið vinsælar í kvikmyndum. Fyrr á tímum voru þær oftast um Dracula greifa og ævintýri hans en eftir sem kvikmyndirnar urðu fleiri breittust vampírurnar meira, myndirnar fóru að haga sér einsog þær vildu. Stundum þoldu þær hvítlauk, stundum krossa og svo framvegis. Í bókunum ‘The Vampire Chronicles’ sem Anne Rice byrjaði að skrifa árið 1976 með bókinni “A Interview With A Vampire” er mikið um umbreytingar á vampíru þjóðsögunum. Vampírurnar hafa vígtennurnar ennþá, blóðþorstann og sólarfælni en trúin skiptir ekki eins miklu máli og hún gerði og stika í hjarta virkar ekki.

Vampíru bækurnar hennar Anne urðu óhemjuvinsælar og það var bara tímaspursmál hvenær einhver af þeim(þær eru orðnar 6 núna) yrði kvikmynduð. Loksins árið 1994 var fyrsta sagan kvikmynduð.

A Interview With the Vampire er sögð frá sjónarhorni Louis (Brad Pitt). Hann hefur lifað í 200 ár og er að segja blaðamanni sögu sína. Hann byrjar að segja frá árinu 1791 í Louisiana, þar verður Louis fórnarlamb vampírunnar Lestat (Tom Cruice). Lestat bítur hann en leifir honum að velja, dauðann eða eilíft líf sem vera næturinnar. Louise velur það seinna, sú ákvörðun sá hann alltaf eftir.

Louis hefur ekki samviskuna strax í að drepa fólk til að seðja hungrinu svo hann lifir á smá dýrum á borð við rottur. En það er ekki nóg svo á endanum grefur hann sig í hálsinn á 12 ára gamalli stelpu, Claudiu (Kirsten Dunst). Lestat gefur henni svo bölvunina, eilíft líf til þess að hún geti orðið sem dóttir þeirra og í eitthvern tíma eru þau ein stór hamingjusöm fjölskylda en Claudia gefst upp á Lestat svo að hún og Louise flýja frá honum.

Flestir leikararnir eru mjög góðir. Brad Pitt er mjög góður sem Louis sem er hálfgerður væskill, Antonio Banderas kemur aðeins fyrir sem vampíran Armand, Christian Slater er blaðamaðurinn og Kirsten Dunst (Spider-Man) er frábær. En sá sem á mestan heiður skilið er Tom Cruise. Vampíran Lestat er illmennið í myndinni en hefur samt sínar góðu hliðar og því skilar Tom Cruise vel á skjáinn.

Myndin er mjög góð. Handritið eftir Anne Rice er mjög gott, þó að margir segja að það sé langdregið á köflum, en ég er ekki sammála því. Hún hefur gotneskan stíl yfir sér, með góðri leikstjórn eftir Neil Jordan (The Crying Game) og frábæru tónlistarþemu eftir Elliot Goldenthal. Myndin hefur líka mjög einstakt útlit þökk sé kvikmyndatökumanninum Phillipe Rousselot og framleiðslu hönnuðinum Dante Ferretti.

En það sem mér finnst allra best við kvikmyndina er endirinn, ég get auðvitað ekki sagt neitt um hann en lagið “Sympathy for the Devil” kemur þar við sögu.

sbs : 12/05/2002