H.R. Giger Mig langaði til að koma með grein sem er um einhvern annan en leikara eða leikstjóra. Eins og allir vita eru margir aðrir sem kom við sögu kvikmyndagerðarinnar.

Áður en myndin Alien kom til sögunnar sem Ridley Scott gerði voru hugmyndir Hollywood um geimverur frekar takmarkaðar og einfaldar. Það voru oftast litlir grænir kallar eða stórar og klunnalegar klessur með stór augu sem hreyfðu sig á sniglahraða. Á meðan Scott var að forvinna Alien benti höfundur og framleiðandi að Alien, Dan O´Bannon, honum á bók eftir svissneskan listamann að nafni Hans Rudi Giger eða H.R Giger. Bókin hét Necronomicon og um leið og Scott fékk hana í hendur var hann öruggur um að hann væri búinn að finna manninn sem átti að hanna geimveruna. Hann kom sér í samband við Giger og þeir hófu samstarf sem átti eftir að breyta geimhrollvekjum til muna. Giger byrjaði að vinna að Alien-myndinni árið 1976 aðeins sem hönnuður á skrímslinu. En það var öllum síðar ljóst hversu hæfileikaríkur hann var og honum var boðið að hanna sviðsmyndina og sjá um mörg lykilatriði í myndinni.

Hann eyddi mánuðum í myndveri á Englandi ásamt eiginkonu sinn við að hanna sviðsmynd og geimveruna ógurlegu. Ógurleg var hún svo sannarlega, honum tókst að gera lífræna skepnu með vélrænu ívafi sem líkist einna helst stórum kakkalakka, nema hvað að þessi skepna hefur sýru í stað blóðs og beittar tennur. Þegar Ridley Scott sá veruna fyrst var hann agndofa, hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt og var núna fullviss um að myndin yrði minnistæð.
H.R. Giger vann til óskarverðlaun fyrir Alien fyrir hönnunarstarf sitt í Alien. Enda hafði fólk aldrei séð aðrar eins skepnu og nú allt í einu var geimurinn orðinn ógnvænlegri fyrir vikið.

Í Aliens vann James Cameron að hugmyndum um drottningu út frá teikningum frá Giger. Giger sá annars um geimverurnar en Cameron eignaði sér heiðurinn að drottningunni. Giger sá svo um nýtt útlit fyrir þriðju myndina þar sem hann gerði dýrið fimara og það minnti meira á hund en kakkalakka í þetta skiptið. Það var auðvitað ekki hægt að sleppa honum við gerð fjórðu myndarinnar og leikstjóri hennar gekk það langt að hann sagðist ekki vilja gera myndina án Giger´s. Giger fékk að njóta sín betur í henni og þeir sem hafa séð þá mynd vita hvernig hann gerði það.

Hann hannaði svo geimveruna í Species( sem hét Sil). Hann var samt ekki nógu sáttur við útkomun á þeirri mynd. Hann hélt áfram að gera skrímslin í Species 2 en þegar hann sá lokaútkomu þeirrar myndar lét hann breyta titli sínum í creditlistanum í original species designer. Honum fannst myndin ekki vera nógu góð og ekki spegla nógu vel hugmyndir og verk hans. Það er allveg rétt því Species 2 er allgjör sori. Alien hönnunin sló svo í gegn að honum var boðið að sýna teikningar sínar um allan heim og gerði heimildarmynd og gaf út bók um hönnunina.

H.R. Giger fæddist í Chur í Sviss árið 1940. Hann var sonur efnafræðings og hafði alltaf áhuga á dauða og lífverum og yfirnáttúrulegum hlutum. Hann bjó til draugahús í kjallaranum á íbúð foreldra hans og hræddi stelpur úr nágreni sínu. Hann ýtti þeim með hjálp vina sinna áfram í litlum vagn í gegnum kjallarann. Þar voru þeir búnir að setja upp beinagrindur úr pappa og skrímsli lík. Hann hafði líka mikinn áhuga á öllu drungalegu og skrýtnu. Hann fékk mikinn innblástur frá póstkortum og tímaritsmyndum eftir Salvador Dali og Jean Cocteau.

Eftir menntaskóla fór Giger í arkitektsnám við háskóla í Zurich. Þar lærði hann einnig iðnaðarhönnun og byrjaði að teikna af kappi. Hann fór fljótlega að vinna sem innanhúsarkitekt og hönnuður og fór einnig að mála ýmis málverk(sem mörg hver eru stórfurðuleg og creepy). Hann fiktaði einnig svoldið í stuttmyndagerð og gerði nokkrar verðlaunamyndir. Hann tók svo að gera málverk með airbrush og þá fór hann virkilega að fanga athygli listunnenda. Hann skapaði sinn eigin heim og blandar þar ótrúlega lífverum og tækjum og tólum.

Eitt orð yfir þennan mann er SNILLINGUR. Ef fólk hefur áhuga á að skoða einhver verk eftir hann þá mæli ég með www.hrgiger.com eða www.giger.com
Ég vara samt fólk við, um leið og fólk stígur inn í heim hans H.R. Giger THEN YOU´R NIGHTMARES WILL NEVER BE THE SAME.

-cactuz