Bestu animation-myndir; 2. hluti Hér eru 30.-11. bestu animation-myndir sem ég hef séð. Njótið.


30: Wallace & Gromit: The Curse Of The Wererabbit
Wallace og hundurinn hans, Gromit, leita að upptökum skemmdarverka sem hafa byrjað í bænum þeirra nokkrum dögum fyrir árlegu grænmetiskeppni bæjarins.
Myndin hefur æðislega notkun á claymation og handritið er bæði þétt og hnyttið. Húmorinn er líka góður, enda mjög fjölbreytilegur. Eins og margir aðrir karakterar á þessum lista er Gromit skemmtilegur mute karakter og flestir karakterar í myndinni skilja eitthvað á eftir sig. Að mínu mati er hún mun betri en Chicken Run, og miðað við að hún var frekar góð, segir það sitt.


29: Toy Story
Eftir að Andy fær geimlögguna Buzz sem leikfang í afmælisgjöf fer hann að leika sér með hann meira heldur en kúrekan Woddy. En hann veit ekki að leikföngin eru á lífi og Woddy er afbrýðisamur við Buzz.
Fyrsta tölvugerða myndin í fullri lengd og ein áhrifamesta teiknimynd allra tíma. Myndin hefur góðan húmor, sterkt handrit, vel talssett og þar að auki er þetta ein metnaðarfyllsta mynd Pixar. Hefði ekki verið fyrir þessi helvíts lög sem eru sungin af Randy Newman („You got a friend in me“ er reyndar allt í lagi hjá honum) hefði hún komist nokkrum sætum hærra.


28: Dumbo
Eftir að mamma hans er fangelsuð af sirkusfólki og enginn vill sjá hann, hittir fíllinn með stóru eyrun, Dumbo, músina Timothy, sem hjálpar honum að fá aðdáðun í sirkusi.
Fyrir mynd sem hefur eins skemmtilega og jákvæða byrjun og endi, þá er einkennilegt hversu þunglyndisleg hún er í miðjunni. Að mínu mati er þetta það sorglegasta sem Disney hefur komið með (og toppar þar með Lion King og Bambi). Þetta er áreiðanlega líka eina myndin þar sem ég vil skipta um tungumál á einum tímapunkti. Ég skil lítið sem krákurnar segja (enda eru þær stereótýpískir svertingjar, talaðir af hvítu fólki). Myndin er samt of stutt að mínu mati.


27: Shrek/Shrek 2
Ég skrifaði vitlaust í fyrsta hlutanum: How To Train Your Dragon er þriðja uppáhalds DreamWorks myndin sem ég hef séð. Og aftur get ég ekki ákveðið hvor er betri.

Shrek: Tröllin Shrek og asninn Donkey bjarga prinsessunni Fiona sem breytist í tröll á kvöldin eftir að Shrek gerði samning við prinsinn Farquaad: Shrek fær landið sitt aftur, Farquaad giftist Fiona.

Shrek 2: Eftir að Shrek og Fiona (orðin að endanlegu trölli) giftast, fara þau og Donkey að hitta foreldra Fiona, sem vita ekki að hún sé tröll.
Báðar myndirnar hafa skemmtilega karaktera, vel gerð hasaratriði, æðislegan húmor, vel gerð „pop-culture referances“ og góðan raddleik. Shrek hefur fram yfir Shrek 2 að vera ferskari á meðan Shrek 2 hefur miklu betra illmenni. Verst er að Shrek 3 og 4 eru talsvert verri og að DreamWorks hefur nýtti sér þessa formúlu allt of mikið.


26: The Hunchback Of Notre Dame
Vanskapaður hringjari í Notre Dame, Quasimodo, leitar að sjálfstæði sínu á meðan hann verður millipunktur þegar uppalandi hans, Frollo, byrjar útrýmingu á sígaunum til að leita að einni ákveðinni stelpu sem hann hefur fengið þráhyggju yfir.
Myndin fékk G einkunn (leyfð fyrir alla) í Bandaríkjunum og á mörgum öðrum stöðum, því ekkert segir meira „leyfð fyrir alla“ heldur en skjásýnt morð, maður að reyna að drepa barn, aðalkarakterinn fær ekki stelpuna og trúaður maður sem vill nauðga ungri stelpu. Þrátt fyrir eitt söngatriði sem dregur úr alvöru myndarinnar, er þetta samt sem áður alvarlegasta Disney-mynd sem ég hef séð, tekur áhættur og myndin nýtir vel skjátíma allra fjögurra aðalkarakteranna. Tónlistin, tóninn og aðstæðurnar eru líka með því epískasta sem fyrirtækið hefur gert.


25: South Park: Bigger Longer & Uncut
Fjórir vinir, Kyle, Kenny, Cartman og Stan, fara að sjá bannaða mynd með kanadísku grínistunum Terrance & Phillip og eftir þeir fara að byrja að blóta og einn þeirra deyr (getið hver það er) eru grínistarnir handteknir og dauðadæmdir og Bandaríkinn lýsa yfir stríði gegn Kanada. Og Satan er samkynhneigður.
Af því sem ég er búinn að heyra ætlaði Comedy Central að hætta að sýna South Park og Trey Parker og Matt Stone ætluðu að hætta með stæl, og þeir gerðu það heldur betur. Aðal ádeilur myndarinnar eru á söngleiki (helst frá Disney) og ritskoðun. Hvernig þeir segja að blót er ekkert annað en orð sem særa mann og að ritskoðunareftirlitið vilja ekki blót en ofbeldi og hasar er í lagi er frekar vel sett upp hjá þeim. Þar að auki er myndin fyndin, skemmtileg og með allt of grípandi lög.

PS: Myndin hefur líka eitt mesta WTF-atriði allra animation-mynda: [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=X13Kb_DktHg


24: Emperor’s New Groove
Keisarinn Kuzco breytist í lamadýr og er laumað út af fyrrverandi starfsmanni hans, Yzma og aðastoðarmanni hennar, Kronk. Hann þarf núna hjálp frá bóndanum Pacha, rétt eftir að hann sagðist muna eyðileggja húsið hans.
Upprunalegt álit mitt á myndinni var að hún var með þeim fyndustu hjá Disney og fannst mér þróunin sem Kuzco fá ekki nógu trúverðug. Núna finnst mér þróunin vera vel gerð og myndin er án efa sú fyndnasta sem Disney hefur gert. Myndin er fersk, drullufyndin út í gegn, gerir æðislegt grín að Disney-klisjum og hefur fjóra frábæra karaktera.


23: Akira
Ég á ótrúlega erfitt með að lýsa þessari mynd í stuttu máli, þannig að ég geri það ekki.
1988 er að mínu mati besta teiknimyndaár sem ég hef séð, en fjórar myndir frá þessu ári komust á listann og Akira er sú neðsta af þeim. Ég hef ekki lesið Mangað byggt á þessu en myndin nær að koma með heilsteypta sögu með góðu flæði. Ofbeldið og hasarinn er bæði til fyrirmyndar í myndinni. Söguþráðurinn er stór, flókinn og hélt athygli minni út myndina. Mér finnst samt það sem kemur fyrir karakterinn Tetsuo í endanum vera of fáranlegt til að ég gæti tekið það fullalvarlega.

PS: Það er verið að endurgera myndina.


22: Toki o kakeru shôjo (The Girl Who Leapt Through Time)
Unglingastelpan Makoto fær hæfileika til að fara aftur í tímann. Hún nýtir sér þetta til að endurupplifa hluti og bæta líf annarra. En hún uppgötvar á endanum hvaða afleiðingar það getur haft.
Hugmyndin sem myndin hefur er kannski ekki mjög fersk en myndinni tekst að nýta þetta mjög vel. Samtölin sem myndin hefur líka eru líka frábær og fjölbreytileg, stundum um tímaflakkið, stundum um líf unglinga. Myndin er líka mjög vel teiknuð, hefur sterkan aðalkarakter og ég hef sjaldan séð teiknimynd nýta eins vel tölvuteikningar, sem koma þegar hún flakkar.


21: Rupin Sansei: Kariosutoro No Shiro (Lupin III: The Castle Of Cagliostro)
Þjófurinn Lupin III fer til Cagliosto til að leita að rót falsaðra peninga og til að bjarga ungri stelpu frá því að vera þvinguð til að giftast manni.
Af öllum myndum Hayao Miyazaki er þessi mynd líklegast með fæstu pælingar og það eru margar myndir frá honum sem hafa dýpri karaktera. En þessi er klárlega með hans skemmtilegustu og fyrir mynd frá 1979 eru mörg atriði í henni ótrúlega flott. Lupin sjálfur er æðislegur aðalkarakter, illmennið er, ólíkt mörgum Ghibli myndum, án jákvæðra hliða og jafnvel þótt stelpan sé týpísk Damsel In Distress gerir hún sitthvað til að bjarga Lupin. Allir sem fíla Ghibli þurfa að sjá þessa.


20: Batman: Mask Of The Phantasm/ Batman: Under The Red Hood

Mask Of The Phantasm: Batman er grunaður um morð á glæpamönnum á meðan gömul kærasta hittir hann sem neyðir hann til að hugsa út í fortíð sína.

Under The Red Hood: Ofurhetja að nafni Red Hood byrjar að drepa glæpamenn í Gotham og Batman nær ekki að stoppa hann á meðan hann byrjar að hugsa aftur um annan Robin-inn hans, Jason Todd.

Eins og með Shrek myndirnar og Aristocats/Lion King get ég ekki ákveðið hvor er betri. Enda eru myndirnar mjög líkar. Þær eru myrkar, fyndnar, hafa stílískt ofbeldi og kafa þær báðar í fortíð Batman. Fyrir utan Batman og The Dark Knight eru þetta uppáhalds Batman-myndirnar mínar. Kaldhæðnislega hafa allar þessar fjórar myndir The Joker og hann er aldrei leikinn af þeim sama.

PS: The Joker er talaður af Luke Skywalker og Bender í þessum myndum.


19: The Incredibles
Eftir að ofurhetjur neyðast til að hætta störfum sínum stofna Mr. Incredible og Elastigirl fjölskyldu. En vegna ákveðinna aðstæðna neyðast þau til að koma úr felum.
Með best skrifuðstu teiknimyndum sem ég hef séð og án efa sú Pixar mynd með bestu spennuatriðunum. Hvort tveggja er á fullu allan tímann og hvorugt missir dampinn. Fjölskyldan er bæði raunhæf og skemmtileg, illmennið er skemmtilegt (en nær því miður ekki að vera mjög ógnvekjandi) og myndin hefur lítið sem ekkert elst.

PS: Toy Story 2, Toy Story 3, Cars 2 og Monsters University. Af hverju ekki framhald af The Incredibles?


18: Fantasia 2000
Klassísk tónlist er spiluð undir sögum sem fengu áhrif sín frá tónlistinni…aftur.
Klárlega með vanmetnustu Disney-myndunum. Á meðan hún er ekki eins alvarleg og upprunalega myndin og atriðin á milli eru ömurleg, þá hefur myndin gott flæði, er fyndin og hefur fullt af atriðum sem eru stílísk, vel teiknuð, flott og ótrúlega falleg. Mín uppáhalds atriði eru Beethoven‘s 5th Symphony, Rhapsody In Blue og Firebird Suite.

PS: Ég vil Fantasia 3


17: Tonari No Totoro (My Neighbor Totoro)
Tvær stelpur flytja í sveitina og kynnast ákveðnum dýrum sem þau kalla Totoro.
My Neighbor Totoro einbeitir sér alfarið að stelpunum tveimur (plús Totoro) og vegna þess hversu raunverulegar stelpurnar eru, þá virkar þetta. Andrúmsloftið er líka með því besta frá Ghibli, Totoro sjálfur er frábær, og myndin hefur mörg ógleymanleg atriði. Draumaatriðið sjálft er gott atriði yfir kraftinn sem myndin hefur. Auk þess er hún svo ógeðslega sæt.


16: Mary & Max
Mary, einmana 10 ára barn frá Melbourne, og Max, 44 ára gamall offitusjúklingur gerast pennavinir sem á eftir að breyta lífi þeirra beggja.
Það er ótrúlegt að það var sleppt þessari mynd á Óskarnum árið 2010, því að mínu mati er þetta besta animation-mynd frá árinu 2009. Handritið er vel skrifað og clay-mationið er vel gert. Karakterarnir eru viðkunnanlegir sem lætur aðstæðurnar sem þau ganga í gegnum vera ennþá verri og sorglegra. Þetta er líka ein einkennilegasta animation-mynd síðustu ára. Hún er fyndin, tilfinningarík, persónuleg og vel gerð.


15: Tokyo Goddofazazu (Tokyo Godfather)
Þrjár heimilislausar manneskjur finna yfirgefið barn og á meðan þau leita að foreldrunum neyðast þau til að segja hvort öðru frá fortíð sinni.
Jafnvel þótt myndin tengist jólunum lítið annað en að myndin gerist á jólatímabilinu þá er þetta must-see jólamynd. Karakterarnir hafa góða dýpt og eru eftirminnilegir, aðstæðurnar tengjast ekki allar við söguþráðinn sem gerir myndina raunhæfari, og ég náði að tengjast þessari mynd ótrúlega vel, jafnvel þótt að hún hafi mjög sérstakan klæðskipting. Ef þið hafið ekki séð hana, tékkið á henni um jólin, endirinn er nógu góður til að koma mann í jólaskap.


14: Toy Story 3
Andy er að fara í háskóla og leikföngin enda óvart í leikskóla. Í fyrstu halda þau að allt verði í lagi en uppgötva að þetta er meira líkt fangelsi fyrir leikföng heldur en leikskóli.
Þegar ég sá þessa mynd í bíói á síðasta ári fékk ég ógeðslega mikið nostalgíukast, enda hafði ég oft horft á hinar tvær myndirnar þegar ég var yngri og er Toy Story 3 með bestu þriðju mynd í seríu sem ég hef séð og þríleikurinn sjálfur með þeim bestu sem ég hef séð. Toy Story 3 hefur húmorinn, hjartað, hasarinn og persónusköpunina. Nýju karakterarnir eru skemmtilegir þótt fáir af þeim fá mikinn karakter. Æðisleg mynd yfir heild.

PS: Totoro er í myndinni.


13: Mimi Wo Sumaseba (Whisper Of The Heart)
Shizuku, unglingsstelpa, ákveður að prófa sjálfa sig með því að skrifa bók og byggir hún söguna á styttu af jakkafataklæddum ketti sem heitir Baron.
Af þeim átta Ghibli myndum sem komust á listann er Whisper Of The Heart ein af tveimur myndum sem var ekki leikstýrð af Hayao Miyazaki, heldur Yoshifumi Kondo. Myndin er í stuttu máli heillandi saga um unglinga að fá fyrstu hormónaköstin. Samskiptin eru vel sögð, sagan hélt áhuga mínum út og svo eru mörg ótrúlega sæt atriði, endirinn sjálfur er með þeim krúttlegustu sem Ghibli hefur gert. Aðalkarakterinn er vel settur karakter sem maður tengist auðveldlega, enda er hún skemmtileg, ákveðin og raunhæf. Og Baron er eftirminnilegur í þeim mjög fáum atriðum sem hann er í.

PS: Ég mæli með semi-framhaldinu „The Cat Returns“. Virðist vera eins og eitthvað eftir aðalkarakterinn (þ.e.a.s. að þetta er hrein fantasía á meðan hin er coming-of-age saga).


12: Toy Story 2
Eftir að Woody er rænt af leikfangasala ákveða Buzz og nokkur önnur leikföng að leita að honum í borginni.
Að mínu mati er Toy Story 2 besta myndin úr seríunni og næst besta mynd Pixar. Myndin hefur vel skapaða nýja karaktera, æðislegan húmor og nær að gera góða blöndu af samskiptun, húmori og spennu. Myndin hefur líka lag með Randy Newman sem er mjög gott, aðallega af því hann syngur það ekki. Myndin hefur líka eins og hinar Toy Story myndirnar mikla sál í sér og ég fíla að myndin sýnir að Woody þarf á Andy að halda jafn mikið og Andy þarf á Woody að halda (sem var talað um í fyrstu myndinni).


11: Fantasia
Klassísk tónlist er spiluð undir sögum sem fengu áhrif sín frá tónlistinni.
Ef það er einhver hérna sem telur að Walt Disney var ekki listamaður, hefur hann augljóslega ekki séð þessa mynd. Fantasia er einstök, dramatísk, alvarleg, sorgleg og falleg og klárlega áhrifamestu mynd Disney með Snow White And The Seven Dwarfs. Uppáhalds atriðin mín eru líklegast The Rite Of Spring, The Sorcerer‘s Apprentice (með Mikka Mús) og Night On Bald Mountain/Ave Maria sem er án efa besta atriði allra Disney-mynda.

PS: Ég var að kaupa sértöku útgáfuna fyrir stuttu og sá á coverinu að myndin væri um 80 mínútur þegar hún er í rauninni 120 mínútur, engin önnur Disney mynd er svona löng.