Pi Pi – 1998 *spoil*

Þessari merkilegu mynd leikstýrði Darren Aronofsky, en hjálparsveinar hans við að skrifa söguna voru þeir Sean Gullette og Eric Watson. Helstu hlutverk eru í höndum Sean Gullette, Mark Margolis, Ben Shenkman og Pamela Heart.

When I was little my mother told me not to stare in the sun, so when I was six I did.

Þetta er í raun mergur myndarinnar. Sem barn horfði Maximillian Cohen (Sean Gullette) í sólina sem slæmum afleiðingum. Hann stórskaðaði sjálfan sig og þurfti að lifa bakvið myrkur umbúðanna utan um hausinn á sér í góðan tíma. Og eitthvað gerðist fyrir hann.

Max er stærðfræði snillingur. Sean Gullette er mjög sannfærandi sem slíkur, meira heldur en pöbbabyttan Russell Crowe verður nokkur tíman. Max trúir því að það megi útskýra allt með stærðfræði, stærðfræðin er tungumál náttúrunnar. Stærsta vandamál Max er að reyna finna einhverskonar ferli í hlutabréfamarkaðnum. Hann virðist ekki vera langt frá því að takast það. Þar af leiðandi er hann hundeltur af Marcy Dawson ( Pamela Heart ) sem sér gróða von í Max.

Einnig kemur á sjónarsviðið Lenny Meyer ( Ben Shenkman ), sem er Kabbalisti. Það sem Lenny er að fást við er hebreska, sem byggir að mestu leyti á stærðfræði, og ákveðið dulmál á hebresku. Og þar sem Max fæst við að ráða tölur og er meira en laginn við það, verður Max hundeltur af Lenny í þokkabót. Jæja, allt í steik og Max greyið er gjörsamlega að ganga af göflunum. Honum til ábendingar um það er gamli stærðfræði kennarinn hans, Sol ( Mark Margolis ), sem veit nú meira en hann vill vera láta. Málið er að Max kemst að einhverri tölu, 216 stafa tölu, sem virðist vera lykillinn. Þá er spurning lykillinn af hverju?

Myndin er mjög súrrealísk. Tónlistin skapar gott andrúmsloft og Aronofsky er alveg með á hreinu hvað hann er að gera. Eitt atriði þótti mér æðislega ógeðfellt, það var þegar Max var í raun að pota í heilann á sjálfum sér. Á neðanjarðarlestarstöðinni. Mjög vel gert. Myndin skilar sér líka mjög vel, hún er vel leikin, hröð og áhrifamikil. Skólabókadæmi um hvernig gera á frábærar myndir fyrir lítinn pening.

Niðurstaða; minimalískt meistaraverk. ****1/2 / *****

kv.
Lenin