Little Nicky Þessi mynd var gerð árið 2000 og var leikstýrt af Steven Brill(Mr Deeds). Í henni léku Ozzy Osbourne, Adam Sandler(Billy Madison), Lewis Arquette(Almost Heroes),Patricia Arquette(Bringing Out The Dead), Christopher Carrol, Dana Carvey(Wayne´s World), Salvatore Cavaliere, Stephanie Chao, Blake Clark(Joe Dirt), Ellen Cleghorne(Mr Wrong), Allen Covert(Happy Gilmore), Rodney Dangerfield(Natural Born Killers), Peter Dante(The Waterboy), Clint Howard(A Beutiful Mind),
Rhys Ifans(Kevin And Perry Go Large), Tom Lister(Next Friday),
Harvey Keitel(Reservoir Dogs).

Þessi mynd fjallar um þrjá bræður Nicky(Adam Sandler), Adria(Rhys Ifans og Cassius(Tom Lister) sem eru synir Satans(Harvey Keitel).Dag einn verða Cassius og Adrian leiðir á að vera fastir í helvíti og strjúka úr helvíti. Þá byrjar Satan að leysast upp og er Nicky sendur til jarðar til að bjarga málunum.En Það gengur
nú frekar brösulega, en hann hittir konu að nafni Valarie og verður ástfanginn af henni.Hann nær þó Cassius en ekki Adrian sem nær völdum yfir borginni og lækkar lögaldrinn niður í tíu ára
þannig að krakkar eru að koma út af börum. Nicky mistekst og deyr
og fer aftur til helvítis og fær annað tækifæri. Hann reynir að
egna gildru fyrir fyrir Adrian, en hann sér í gegnum hana og hrindir kærustu Nicky fyrir lest en Nicky fórnar sér fyrir hana. Og þá fer Nicky til himnaríkis og hittir mömmu sína sem er engill
og hún sýnir honum mátt hins góða og lætur hann fá glerkúlu. Sem hann notar til að sigra Adrian og inni í henni er Ozzy Osbourne.
Adrian breytir sér þá í leðurblöku en þá kemur Rob Schneider í hlutverki sveitalubba og segir:,, You can do it Ozzy . You can do it bite his fuckin head off´´. Þá bítur Ozzy höfuðið af Adrian og hann fer aftur til helvítis. Og Nicky lifir á jörðinni það sem eftir er.

Mér fannst þetta vera frábær mynd með góðum húmor. Ég gef henni **+/****.