Nú þegar árið 2002 er komið hef ég veitt því nokkra athygli hve hlutur kvenna sem aðalleikonur í Hollywood er að aukast.

Ég er að sjá myndir eins og The Others, Charlies Angels,Erin Brockowitch, Emilie, Tomb Raider og Bridges Jones Diary þar sem einungis konur eru í mikilvægustu hlutverkunum, vera í fyrstu sætum vinsældarlista hér á Íslandi sem og úti í USA og Evrópu.

Einnig les maður oftar og oftar að laun leikkvenna séu sífellt að hækka, þótt karlleikara séu mörgum dollurum hærri ennþá.

Þetta tel ég vera mjög góð þróun. Þar sem ég er alinn upp á heimili með móður og 4 systrum hefur femínismi og jafnrétti alltaf skipt mig mjög miklu máli og finnst mér ekkert nema sjálfstagt að konur eigi að fá jafnhá laun og karlmenn.

Þess vegna vill ég spyrja lesendur hér á Huga, hvernig haldið þig að þróunin verði í framtíðinni? Verða til Block Buster bíómyndir með einungis konum í aðalhlutverki eða halda þær áfram að vera aukapersónur, skraut fyrir aðalkarlhetjuna? ÉG spyr.