Það muna allir eftir mundinni Goonies.Mitt persónulega álit að það ætti að gera svona comeback með öllum upprunalegu leikurunum og það væri bara snilld.Hvað finnst ykkur um það?
Goonies það var bara algjör snild sú mynd og mér fannst kinverjinn bestur ég elska gismo dótið hans og líka feiti strákurinn var líka algjör snild.Náttúrulega fannst mér gamla kellinginn alveg hundleiðinleg og þeir hefðu mátt sleppa fatlafólinu(enginn óvirðing fyrir þeim) en annars fannst mér alveg rosalega góð.
Svo er það önnur mynd sem maður horfði mikið á þegar maður var yngri og það var action myndinn með vöðvabúntinu Arnoldi og það var myndinn Commandos.Sú mynd var örlítið ýkt eins og allt sem Arnold gerir en samt alveg rosalega góð mynd á þeim tíma og maður skemmti sér alveg rosalega vel fyrir framan imbann.Og svo ef við höldum áfram að tala um Arnold þá var Terminator alveg skítsæmileg mynd með honum,ýkt af sjálfsögðu en það eru bara vinnubrögðin hans.ef maður lítur til baka þá sér maður hvað allt er rosalega ykt sem hann gerir og það er ekkert smá.Ég veit um eina mynd með honum sem er ekki ykt og það er myndin Twins með danny devito þegar þeir léku bræður,hann var frekar góður í þeirri mynd en hann var hundleiðinlegur í myndinni junior.Svo var náttúrulega Rambo dæmið það var nú ein ýkt mynd í viðbót en í þetta skiptið var það Sly sem lék i henni og það var gaman þá en þegar maður lítur til baka þá sér maður hversu mikil della þetta er þessar Rambó myndir.
Og svo var það líka Short Circuit.Vélmenna myndin,hún var algjör snilld og satt að segja þá tók ég þær á leigu um daginn og skemmti mér alveg rosalega vel.Bæðar myndirnar eru alveg rosalega góðar ég fílaði samt indverjan alveg rosalega mikið.Er hann hættur að leika?
Svo var líka myndin Robocop.Það var nú meiri dellan,svo mikil della að ég nenni ekki að tala um hana.
og veit að þessi mynd á marga aðdáendur og sú mynd er Indiana Jones.Þær eru bestar,allar með tölu.Maður skemmti sér alveg rosalega vel fyrir framan imban þegar maður horfir á þær allar ennþá.Og held að gaurinn sem lék i Goonies sé í einni Indiana myndinni.En fyrst það eru að koma jól þá skulum við aðeins kíkja á jólamyndirnar.Fyrst þá er það Home alone 1 og 2 þær voru ágætar.
National Lampoons Christmas Vacation það er mjög góð mynd.Ég var mest við það hvað Chevy Chase var látin leika mikinn looser það er gaman að fylgjast með honum.og líka myndin með honum og John Candy þegar Chevy fór í eitthvað frí og John lék einhvern bjána.Man ekki hvað hún hét.

Maður eyddi allt of miklum tíma fyrir framan imbann þegar maður var lítill.Kannski er það ástæðan fyrir því að maður er svona eins og maður er i dag.Hver veit.
KV