Ég, höfundur þessarar greinar hef mjög gaman af kvikmyndum og líka miklu ofbeldi í þeim, ég er ekki að segja að það ætti að vera ofbeldi í öllum myndum, hver myndi vilja horfa á Bamba með blóðsúthellingum?Mér finnst alltof mikið gert úr ofbeldi í myndum eins og t.d American Phsyco var mikið umtöluð og sagt var að hún innihéldi mikið ofbeldi, það hlakkaði í mér þannig að ég keypti mér miða á myndina og viti menn, nokkrir lítrar af blóði en ekkert meira, þetta var mjög góð mynd en ekki fannst mér neitt sjokkerandi ofbeldi í henni.
Önnur mynd sem mér langar aðeins að gagnrýna af sömu ástæðu er hin Víðfræga Hannibal sem margir muna eftir, það hafði verið mikið rætt um ofbeldið í henni og sagt að hún væri ekki fyrir viðkvæmar sálir.HÉR KEMUR SMÁ SPOILER EKKI LESA EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI SÉÐ!
Það hafði mikið verið rætt um þessa mynd og vitalega líka um ofbeldis innihald hennar og vitanlega ákvað ég að sjá hana þar sem að fyrri myndin var hörkugóð, en aftur varð ég fyrir vonbrigðum, tökum sem dæmi atriðið þegar Hannibal hengir ítölsku lögguna og innyflin skvettast út, það sást lítið í ynniflin í því atriði eða atriðið þar sem Gary Oldman flysjar af sér andlitið í ,,flashback-inu" þar sást beinlínis ekkert, höktandi myndavél og svarthvíta einkenndi atriðið.Lokaatriði myndarinnar var kannski aðeins til að lyfta brún minni, en ekki nóg.
Myndir eins og Wishmaster(sem var engin óskarsverðlauna mynd)eru einu af þeim fáu myndum sem koma með ofbeldi í massavís en þá eru það nú ekki oft gæðamyndir.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.