Jeepers Creepers Jeepers Creepers er nýjasta hrollvekjan í ár úr smiðju Francis Ford Coppala og trónir hún á toppinum í USA nú í vikuni. —(þeir sem hafa gaman af hrollvekjum mæli ég með að lesa ekki hvað myndin er um þó að ég segi ekki mikið um söguþráð hennar því það er miklu skemmtilegra að fara á hana í bíó og vita nákvæmlega ekkert hvað hún er um) Jeepers Creepers fjallar um tvö systkyni Trish (Gina Philips) og Darryl (Justin Long) á leið heim úr sumarfríi (spring brake) þegar þau koma auga yfirgefna krikju við hliðina á þjóðveginum. Hjá kirkjunni er dulafullur maður að henda einhverju ívafðu hvítum lökum ofan í holu. Þegar Justin og Darryl þjóta framhjá rennur það upp fyrir þeim að maðurinn hefði getað verið að henda fólki lifandi eða dauðu ofan í holuna þar sem lakið var með lögun mans líkama. Darryl hefur ekki samviskuna í að keyra beint áfram með þeirri tilhugsun að þetta gæti hafa verið fólk og sannfærir Trish um að þau verði að athuga hvað er í hvítu lökunum. Þegar systkynin tvö koma að kirkjuni og komast að því hvað er á seiði þá er ekki orðum lýsandi hvað þau óska þess að þau hefðu bara keyrt beint áfram—. Jeepers Crepers byrjar mjög vel, spennan byggist upp á hreynt ólýsanlegan hátt og verð ég að segja að hún er alls ekki fyrir viðkvæmar taugar. Þegar nær dregur á seinni part myndarinnar þróast hlutirnir meir í Gore/Splatter og andar maður þá örlítið betur því þá er óvissan ekki eins mikið fyrir hendi. Það sem ég er að reyna að segja er að myndin á sér Poltergeist hlið (óvissan) og Hous on Hunted hill (hlið) (Splatter) þið skiljið alveg hvað ég er að fara en það er neflilega eitt einkenni myndarinnar að umturnast svona skindilega úr spennu yfir í splatter líkt og Dusk till Dawn gerði á sínum tíma. Söguþráður myndarinnar er eitthvað nýtt að mínu mati, ekki að maður hafi aldrei séð svona hugmyndir áður heldur er sagan á sinn hátt einstök en þess má geta að sagan er eftir leikstjórann sjálfann Victor Salva. Aðalleikararnir tveir Gina Philips og Justin Long eru frekar nýjir leikarar, Gina Philips hefur leikið í einhverjum sjónvarpsmyndum og síðan aukahlutverk í öðrum stærri myndum. Justin Long á mun minni leikferil en Gina en sumir kannast við hann úr Galaxy Quest sem Star Trek aðdáendann sem var enn í mútum og átti blueprint af geimskuttluni í tölvuni. Ef við höldum okkur við efni myndarinnar þá er það þannig að Jeepers Creepers virkilega taugastrekkjandi mynd og ef þið farið á hana ekki með vitund um meir af söguþræðinum en það sem stóð hér að ofan þá eigiði bókað eftir að standa á öndini mest alla myndinna.

Gina Philips …. Trish
Justin Long …. Darryl