Rush Hour 2 Ég fór á óvissusýningu laugarásbíós á sunnudaginn og var þar sýnd Rush Hour 2. —Rush Hour 2 er frammhald af fyrri Rush Hour myndinni en í þetta sinn er Lee (Jackie Chan) og James Carter (Chris Tucker) í fríi í Hong Kong. Fríið þeirra endist samt sem áður ekki lengi því Bandaríska sendiráðið er sprengt í loft upp og fara Lee og Carter að ransaka málið. Þeir vinir uppgötva tengsl á milli sprengingunnar og Japönsku mafíunnar og tengist það einhverri stórri glæpa starfssemi. Lee og Carter kanna hlutina betur og sjá að ekki er allt sem sýnist—. Rush Hour 2 er mjög góð gamanmynd ef ekki betri en eitt. Myndin er með frábæra brandara með mjög stuttu millibili og einnig svakalega flott bardaga atriði hjá þeim félögum. Chris Tucker er alltaf jafn fyndinn og sér hann um kómísku hlið myndarinnar líkt og í eitt og að sjálfsögðu sér Jackie Chan um slagsmála hliðina þó svo að Chris Tucker sé nokkuð lipur sjálfur. Ég skemmti mér virkilega vel á Rush Hour 2, átti ekki von á að hún mundi vera betri en sú fyrri en ég get ekki annað sagt en að þið ættuð öll að kíkja á hana við tækifæri því hún er vel þess virði.

Jackie Chan …. Detective Inspector Lee
Chris Tucker …. Det. James Carter, LAPD
Chris Penn …. Clive
Don Cheadle
John Lone …. Ricky Tan
Ziyi Zhang …. Hu Li