Ginger Snaps Ginger Snaps fannst mér frekar furðulegur titill á hryllings bíómynd og héllt ég á tímabili að það væri verið að tala um einhvern kokteil þar til að ég fattaði að Ginger er ein aðal leikkonan og missir hún vitið. —Myndin fjallar um tvær furðulegar systur Brigitte (Emily Perkins) og Ginger (Katharine Isabelle) sem að eru svipað gamlar 14 og 15 og hafa þær mikinn áhuga á dauðanum (svo sem sviðsetja dauða sinn og þess háttar). Í bænum þar sem Birgitte og Ginger búa er furðuleg vera sem reikar um bæjinn á næturna og drepur ýmist hunda eða ketti þar til eitt kvöldið þegar Ginger og Birgitte eru úti ræðst veran á Ginger en með herkjum komast þær systur undan. Í kjölfar þess byrja undarlegir hlutir að gerast fyrir Ginger sem henni hefði ekki getað dreymt um—. Ginger Snaps er nokkuð góð hrollvekja með þessum klassíska hrollvekju söguþræði og þar sem ekkert er fyrisjáanlegt líkt og í mörgum vel gerðum hryllings myndum. Myndin uppbygging myndarinnar er ekki löng en alveg passleg því maður fær allt sem að maður þarf að vita á fljótan hátt og kemst myndin þar af leiðandi fyrr af stað sem þýðir náttúrulega meiri hrollvekja/ meiri spenna, myndin er því rúmar 100 min sem gerir hana að alveg passlegri hrollvekju mynd sem að verður aldrei langdregin. Myndin er alls ekki klysjukennd og þeir slepptu öllu tölvubrellum í henni og gerir það myndina svolítið líka klassískri hrollvekju. Ginger Snaps er bara nokkuð “Hrollvekjandi” og mæli ég persónulega með að fólk kíki á hana því það er fátt um góðar hrollvekjur í ár.

Emily Perkins (I) …. Brigitte
Katharine Isabelle …. Ginger
Kris Lemche …. Sam
Mimi Rogers …. Pamela
Jesse Moss …. Jason
Danielle Hampton …. Trina