The Full Monty The Full Monty. Eflaust hefur þú séð myndina, enda er hún ekki beinlínis ný. En ég ætla samt að skrifa um hana, því hún er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Þetta er svona mynd með ekta breskan, svartan húmor og maður getur alltaf hlegið að henni.

Ég ætla að byrja á byrjuninni. Hvað þýðir “The Full Monty”? Ég veit svo sem ekki hvað þetta þýðir í bókstaflegri þýðingu, en þetta er notað (allavega í myndinni) sem orðatiltæki um að ætla úr hverri spjör. Því það er einmitt það sem að myndin gengur út á.

Nokkrir menn verða atvinnulausir þegar fyrirtækið sem þeir vinna hjá fer á hausinn. Tveir náungar eru í stífri atvinnuleit, þegar þeir fá þá snilldar hugmynd að fara að vinna sem fatafellur sem ætla úr hverri spjör. Þeir fá nokkra menn til liðs við sig, þar á meðal fyrrverandi yfirmann þeirra og náungann sem gerði við baðherbergið heima hjá honum. Þeir urðu eiginlega að fá yfirmann þeirra til liðs við sig vegna þess að hann var sá eini af þeim sem kunni að dansa og gat kennt þeim það. En vissulega er hver og einn þeirra með sín persónuleg vandamál sem hafa áhrif á áætlun þeirra, og það virðist sem þetta muni ekki takast hjá þeim.

Hér koma smá lýsingar á aðalpersónum myndarinnar:

Gray “Gaz” (leikinn af Robert Carlyle): Gary er atvinnulaus, einstæður faðir. Hann fær þá snilldar hugmynd að dansa nektardans til að vinna sér inn peninga, sérstaklega til þess að hann geti borgað barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýlis/eiginkonu, henni Mandy, meðlag með syni þeirra. Hún og nýji sambýlismaður hennar eru nefnilega á þeim köflum að sækja um fullt forræði yfir syni þeirra ef hann fer ekki að borga meðlag með honum. Það er vissulega augljóst hver myndi vinna málið, því Gary skuldar Mandy 700 pund í meðlag og er að þar að auki atvinnulaus og hefur setið inni. Mandy er hins vegar yfirmaður í efnisverksmiðju, hefur alls ekki setið inni fyrir neitt og á ríkann sambýlismann. Þetta lítur því ekki vel út hjá Gary og hann er tilbúinn til að gera hvað sem er til að fá að umgangast son sinn. Gary virðist ekki eiga við nein vandamál þegar það kemur að nektardansinum og kvíðir engu, en hvetur hina áfram.

Dave (leikinn af Mark Addy): Dave er atvinnulaus, rétt eins og Gary. Konan hans, Jean, er í vinnu og er þar af leiðandi fyrirvinna heimilis þeirra. Dave líður mjög illa yfir því og fjarlægist konuna sína meira og meira. Hann heldur að hún haldi fram hjá sér og álíti sig aumingja sem getur ekki fengið vinnu, en Jean álítur hann alls engan aumingja og það hvarflar ekki að henni að halda fram hjá honum (hún nefndi það við vinkonur sínar). Dave samþykkir með semingi að vera með, en hann bendir á að þeir kunni bara ekki neitt að dansa og er ekki hrifinn af þeirri tilhugsun að Jean myndi komast að því að hann væri að vinna sér inn peninga með því að bera sig á almannafæri. Þar að auki kvíðir honum hrikalega fyrir því að þurfa að dansa nakinn fyrir framan 200 konur vegna þess að hann á í basli við aukakílóin.

Gerald (leikinn af Tom Wilkinson): Gerald er, rétt eins og hinir atvinnulaus, en hann var yfirmaður þeirra. Konan hans, Linda, heldur að hann sé með vinnu því hann laug því að henni. Linda gerir ráð fyrir því að hann sé hálaunaður eins og í fyrra starfi hans og notar krítarkortin sín óspart, og vill fara til Austurríkis að skíða. Gerald er ekki í neinni vinnu, heldur hangir hann niðri á atvinnumiðlun, alveg eins og hinir, og fær engin atvinnuviðtöl. Svo loksins fer hann í atvinnuviðtal, en Dave og Gary klúðra því fyrir honum, og þá samþykkir hann að vera með þeim í þessum nektardansi. Það endar auðvitað með því að Linda kemst að öllu saman, þegar innheimtumenn mæta heim til þeirra og taka hlutina þeirra upp í skuldir. Hún fer samstundis frá Gerald, og hann (sem hafði hætt við að vera með) fær atvinnuviðtal, en slær samt til og verður með í dansinum. Eina vandamálið sem Gerald hafði var það að hann var hræddur um að fá standpínu í miðri sýningu.

Lumper (leikinn af Steve Huison): Lomper er ekki beinlínis atvinnulaus, hann er í ömurlegri og illa launaðri vinnu, sem ég veit ekki alveg hvað gengur út á. Hann vann með Dave, Gary og Gerald í stálverksmiðju Sheffield, sem fór á hausinn. Hann býr hjá háaldraðri móður sinni og á ekki í sambandi við neina konu. Dave og Gary kynnast honum þegar Dave bjargar honum frá því að fremja sjálfsmorð. Hann ákveður að vera með þeim í dansinum, því að hann hefur hvort eð er alls engu að tapa. Hvorki mannorði, vinnu né ástarsambandi, enda sagði Dave að hann væri ekki hissa á því að hann hefði ætlað að kála sér (hann sagði það vissulega ekki við Lomper, heldur Gary). Vandamál Lomper voru þau að hann hafði alls ekki útlitið með sér og það var víst ekki mjög stórt undir honum.

Nathan (leikinn af William Snape): Nathan er sonur Gary, og er í slagtogi með þeim, þegar mamma hans er í vinnuni. Hann hefur ágætlega gaman aðp því að vera með pabba sínum og félögum hans. Nathan er vissulega ekki með í sýnigunni en hann var oft með þeim þegar þeir voru að æfa og hélt þeim félagsskap. nathan finnst vissulega betra að vera heima hjá móður sinni og sambýlismanni hennar, enda húsið sem þau eiga ekki af verri kantinum. Þó vill hann auðvitað fá að umgangast föður sinn.

Horse (leikinn af Paul Barber): Horse er maður sem er kominn hátt í sextugt, en hann lætur það ekki stoppa sig og er með þeim í þessu. Hann er líka afbragðsdansari, og kann marga dansa eins og stepp, breik og Flasdance-dansporin. Það kom nú ekekrt fram hvort að hann væri atvinnulaus eða í sambandi við einhverja konu. Hans vandamál var það að vera orðinn svolítið gamall og hann var hræddur um að það væri of lítið undir honum, þó að það hafi komið fram fyrr í myndinni að það væri ekkert lítið undir honum.

Guy (leikinn af Hugo Speer): Guy er atvinnulaus og getur heldur ekki mikið þegar það kemur að dansi. Það kemur ekki mikið fleira fram um hann, nema það að hann á víst að vera með þriðja fótinn. Hann á því ekki við mikil vandamál að stríða, því að hann lítur ágætlega út og er með nokkuð ágætt tól.


Ég vil endilega mæla með þessari mynd, því hún er alveg drepfyndin og það er mjög skemmtilegur söguþráður í henni. Tónlistin í henni er mjög góð, söngvarar eins og Irene Cara, Donna Summer, Tom Jones, Gary Glitter, Wilson Pickett, Hot Chocolates og Jane Birkin syngja lög eins og ‘What a feeling’, ‘Hot Stuff’, ‘You can leave your hat on’, ‘I’m the leader of the Gang', ‘Land of a thousand dances’, ‘You sexy thing’ og ‘Je t’aime moi non plus'.