The Bridge on the River Kwai —The Bridge on the river Kwai fjallar um breska hermenn sem eru teknir til fanga í seinna stríðinu og komið fyrir í fangabúðum á eyju rétt fyrir utan Japan. Í fangabúðunum er breskur hershöfðingi að nafni Colonel Nicholson (Alec Guinness) sem reynir að halda heiðri í mönnunum sínum á meðan Colonel Saito (Sessue Hayakawa) reynir að brjóta niður heiður Nicholson. Bresku stríðsföngunum er skipað að byggja brú yfir ánna Kwai en margt óvænnt gerist við smíðum á brúnni og tekur sagan aðra stefnu en margir eiga von á—. The Bridge on the River Kwai er ein af bestu stríðsmyndum sem gerðar hafa verið (alla vega fer hún á top 10 listann minn) frábæra landslagið, stórkostlega myndatakan, leikurinn og handritið gerir myndina einstaka. Myndinn spannar engin smá nöfn: William Holden, Alec Guinness og André Morell. Flestir kannast við Alec Guinnes úr Star Wars sem Obi-Wan Kenobi en hinir tveir voru frægir á sínum tíma. Ef ég sný mér aftur að efninu þá get ég sagt að The Bridge on the River Kwai er virkilega góð bíómynd, hvernig sagan þróast og hvernig stríðið fer með fólk er gert á svo frábærann hátt að myndin getur ekki annað en skilið eitthvað eftir sig hjá öllum. Ég mæli eindregið með að allir taki sér tíma og sjá þetta meistarastikki því þetta er jú eitt af stórum nöfnum í sögu kvimyndana.

William Holden …. Commander/Major Shears
Alec Guinness …. Colonel Nicholson
Jack Hawkins …. Major Warden, Demolition Expert Force 316
Sessue Hayakawa …. Colonel Saito
James Donald (I) …. Major Clipton, Medical Officer
Geoffrey Horne …. Lieutenant Joyce
André Morell …. Colonel Green, Commander Force 316