Brother Nú um daginn sá ég snilldar myndina Brother. –Myndin fjallar um Yamamoto (Takeshi Kitano) sem þarf að flýja japan vegna vissra persónulegra ástæðna. Hann fer til New York til hálf bróður síns og blandast inn í klíkur og glæpi. Eitt leiðir að öðru og áður en við vitum þá hefur sagan tekið allt aðra stefnu–. Handritið er gert af Takeshi Kitano, einnig leikstýrir hann og leikur í myndinni. Brother er frekar gróf glæpa mynd en samt sem áður er hún svakalega vel útfærð. Söguþráðurinn er flottur, hvernig eitt leiðir að öðru og hversu sjálfsagt það er að drepa einhvern sem er í vegi fyrir manni. Myndin engum stór nöfnum, fólk kannast kannski helst við leikarann Omar Epps en þið hafði séð hann meðal annars í Love and basketball og Dracula 2000. Brother er úrvals klíkumynd (mafíumynd) og mæli ég eindregið með að fólk athugi hana í bíó þegar hún kemur hingað til íslands. Ég veit nú ekki hvenær Brother kemur hingað til íslands þar sem hún er frá árinu 2000 þannig að mér finnst voðalega skrítið að hún skuli ekki vera komin. En athugið eitt að hún er alls ekki fyrir viðkvæma.