Die Hard: With a Vengeance Seinasta greinin um Die Hard myndirnar:

Die Hard: With a Vengeance (1995)

John McTiernan kom aftur til að leikstýra þriðju Die Hard myndinni en það verður að segjast að hann hefur ekkert verið að gera góða hluti eftir þessa mynd. Rollerball er gott dæmi um það en sú mynd er algjör hörmung og er með lélegri myndum síðari ára. Hér er hann hins vegar í góðum gír hann John og fullkomnar trilogíuna með stæl. Myndin var upphaflega skrifuð í þeim tilgangi að verða þriðja myndin í Lethal Weapon myndunum (átti þá að hafa titilinn Simon Says) og þá átti Zeus að vera kona, þökkum bara fyrir að það gerðist ekki því Samuel L. Jackson er frábær í þessu hlutverki. Laurence Fishburne var fyrst hugsaður fyrir hlutverk Zeus en þegar hann vildi ekki hlutverkið var Jackson ráðinn. Jackson pældi mikið í þessum karakter og sökkti sér víst ofan í bækur um Malcolm X til að gera sem best úr þessu öllu saman.

Þessi mynd gerist ekki á jólunum en það er svo sem allt í lagi, ekkert nauðsynlegt að hafa þessar myndir allar á jólunum. John McClane er í New York að gera næstum ekki neitt. Það er búið að reka hann úr löggunni og hann er eiginlega á rassgatinu. Dag einn verður sprenging í miðri New York borg og stuttu síðar fær lögreglan símtal frá manni sem segist bera ábyrgð á sprengingunni og ef John geri ekki það sem þessi maður segir þá muni þessar sprengingar verða mun fleiri. Veslings John þarf í framhaldinu að framkvæma alls kyns kúnstir því annars springur sprengja. Eitt af þessum atriðum er að standa í miðju Harlem hverfi með svona líkamsskilti sem segir I hate niggers! Bruce Willis stóð þarna í alvöru en atriðið var tekið upp þannig að á skiltinu stóð I hate everyone! Til að móðga ekki neinn. Þessu var síðan breytt í tölvu en þessar sjónvarpsstöðvar í BNA sem sýna aldrei neitt blót eða þannig hafa skiltið í sinni upprunalegu mynd þegar hún er sýnd þar.

Í miðju Harlem atriðinu hittir McClane Zeus. Þetta er án efa með betri af því sem menn vilja kalla tvíeyki en þessir menn eru auðvitað fullkomnar andstæður, svipað og Riggs og Murtaugh voru í Lethal Weapon myndunum nema hvað að John og Zeus eru betri finnst mér. Sambandið milli þeirra “félaga” er alveg óborganlegt og það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því enda renna út úr þeim one-linerarnir rétt eins og á færibandi:
[McClane hands Zeus a gun]
John McClane: Here, take this!
Zeus: How does it work?
John McClane: You don’t know how to shoot a gun?
Zeus: Look, all brothers don't know how to shoot guns, you racist motherfucker.
Mjög skemmtilegur karakter hann Zeus enda er Samuel L. Jackson snillingur. Það era að sjálfsögðu kominn nýr vondi kall en að þessu var kyndlinum rétt til Jeremy Irons til að taka við hlutverki þessa mjög svo geðveika manns, Simon. Hann Simon er líklega næstur á eftir Hans Gruber í góður-vondi-kall röðinni en það er leiðinlegt hvað hann Irons hefur ekkert sést eftir þessa mynd. Hann hvarf eiginlega í buskann. Hann er nefnilega alveg eitursvalur í þessu hlutverki.

Die Hard 3 er með skemmtilegri myndum sem ég hef komist í tæri við á ævi minn. Kannski eiga þessar gátur sem John og Zeus þurfa að leysa nokkurn hluta í því en þær eru vægast sagt frábærar og skapa verulega skemmtilegar aðstæður í myndinni. Að maður tali nú ekki um hvað þessi mynd er meinfyndin, persónulega finnst mér þetta vera fyndnasta Die Hard myndin enda eru allir í myndinni rosalegir húmoristar sem reyta af sér brandarana hægri og vinstri. Svo eru auðvitað frábærlega vel gerð hasaratriði sem vara meirihlutann af myndinni sem halda manni við efnið, en eitt svalasta atriði sem ég hef séð er einmitt þegar John og Zeus eru í Benz að flýja hruðjuverkamennina og John tekur svakalegan 360 snúning og skellir nokkrum vel völdum skammbyssukúlum í bílinn, mega-flott atriði og síðan er endalausir bílaeltingaleikir, skotbargdagar og slagsmál. Það er líka auðvitað mjög fínt plott í þessari mynd og já ég held að þið hafið náð pointinu… þetta er geðveik mynd!

(Spoiler) Þessi endir sem við sjáum í þessari mynd var í raun ekki upphaflegi endirinn. Það er nefnilega annar endir um þessa mynd til en hann er að finna á Region 1 útgáfunni frá 2003. Í þeim endi sleppur Simon með gullið og flýr til Austur-Evrópu til að fela sig þar. John tengir víst númerið á Aspirin-töfluglasinu (í símaklefanum) við Simon. Á meðan er gullinu smyglað burt úr þessu landi með því að gera litlar Empire-State byggingar úr því. John er rekinn úr lögreglunni því það er haldið að hann hafi kannski átt einhvern þátt í ráninu. Svo hittast Simon og John og fara í gátuleik sem endar með því að John skýtur Simon með rocket-launcher og síðan endar myndin auðvitað á þessari klassísku setningu: Yippie-kay-yay motherfucker. Ef einhver hefur séð þennan endi þá má endilega segja frá honum því ég skil þetta varla sjálfur. (Spoiler endar)

Fróðleiksmolar frá imdb.com sem hafa verið allsráðandi í þessum greinum hjá mér:
1. Eftir að ljóst var að myndin fengi öruggan R (18) stimpil í BNA þá ákvað John McTiernan að skella bara einu kynlífsatriði inn í myndina til að gera hana skemmtilegri.
2. Þau mistök voru gerð við útgáfu á DVD-útgáfu myndarinnar á sínum tíma að þá var sett á diskinn stórklippt útgáfa fyrir bandarískt sjónvarp en þá voru þurrkuð út öll blót og mörg ofbeldisatriði. Diskarnir voru síðan innkallaðir og endurútgefnir.
3. Einn handritshöfunda myndarinnar var hnepptur í smá varðhald hjá FBI því það var talið að hann vissi of mikið um Seðlabankann og hvernig allt gekk fyrir sig þar niðri. Honum var síðan auðvitað sleppt enda voru allar þessar upplýsingar fáanlega t.d. í tímaritinu Time.
4. Sálfræðingurinn Dr. Fred Schiller er vísun í Frederich Schiller sem samdi textann fyrir 9. sinfoníu Beethovens sem notuð var í fyrstu myndinni.
5. Þegar John og Zeus eri að keyra í garðinum spyr Zeus hvort hann sé að reyna að keyra á fólkið. John svarar: “No… Maybe that mime” Strax á eftir No-inu heyrist það sem kallast Wilhelm Scream sem er frægt öskur, lesa má um Wilhelm Scream hérna:
http://en.wikipedia.org/wiki/Wilhelm_scream Neðarlega á síðunni er hljóðklippa af þessu öskri.

Takk fyrir mig næsta grein sem ég sendi hingað inn verður um Die Hard 4 ;)