31 desember 2000 skrifaði ég grein um hvað það væru spennandi myndir framundan á árinu 2001. Ég verð nú bara að segja að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er eitt hið versta kvikmyndaár sem hefur dunið yfir okkur. Þetta getur nú samt ekki orðið verra svo maður hlýtur að vera smá bjartsýnn. Eruð þið sammála eða ekki? Hér listi yfir helstu myndir og stuttar umsagnir fylgja:

“Hannibal”
Ég verða að viðurkenna að í fyrstu fannst mér þessi mynd bara ágæt. Smám saman hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta er ekki góð mynd. Náði bara ekki byggja upp neina almennilega spennu. Það var aðeins Flórens hlutinn sem var fínn.

“The Mexican”
Ekkert merkileg mynd. Vantar allan neista.

“Enemy At the Gates”
Lala stríðsmynd en ekkert meira það.

“Pearl Harbor”
Ein versta mynd ársins. Tapar sér gjörsamlega í yfirgengilegri væmni og ömurlegri tónlist. Leikarnir sýna ekkert. Tæknibrellur flottar en skipta engu máli þar sem myndin er svona veik.

“Tomb Raider”
Versta mynd ársins hingað til að mínu mati. Söguþráðurinn er bara mesta rugl sem sést hefur. Engin spenna, hasaratriðin leiðinleg. Boring as hell!!!

“Man ekki hvað heitir”
Fullt af myndum sem ég man ekki einu sinni hvað heita. Þetta hefur bara verið hræðileg meðalmennska. Sumir vilja væntanlega meina að ég sé neikvæður en málið er að “alvöru” kvikmyndaáhugamenn eiga ekki að láta bjóða sér rusl. Vona að einhver sé sammála.



“Það góða”
Það er afskaplega fátt. “Memento” var frábær(kom hér fyrst í ár en árið 2000 í USA). Hneyksli að hún skildi ekki fá nein óskarðsverðlaun. Ég meina Erin Brokovich og Chockolate voru tilnefndar en ekki Memento. Guy Pearce átti líka að vera tilnefndur. Það eru bara fáráðlingar sem taka mark á óskarnum þótt það sé vissulega gaman að horfa á hann.


Það sem er framundan:
Bara svona til að ljúka þessu á léttu nótunum þá margar spennandi myndir framundan (ég hef nú sagt þetta áður):


“A.I.”
Það eru örugglega allir spenntir fyrir þessari því Spielberg er meistari. Hún hefur fengið misjafna dóma en það hafa svo sem mörg meistaraverk fengið fyrst í stað. 2001 eftir Kubrick var til dæmis í fyrstu rökkuð niður af flestum gagnrýnendum en er nú álitin vera meistaraverk.

“Ali”
Mynd eftir Michael Mann getur nú ekki klikkað og þar að auki um Muhammed Ali. Will Smith hefur massast alveg gríðarlega.Bara flottur.

“Harry Potter”
Trailerarnir hafa verið flottir, sérstaklega þessi nýi sem kom út nýlega. hlakka til .

“Gangs of New York”
Eftir Scorsese. glæpamynd sem gerist á 19 öld í New York. Fjallar um baráttu glæpagengja. Þetta verður must see.

“LOTR: The Fellowship of the Ring”
Myndin sem allir bíða eftir. Verður stærsta mynd ársins og vonandi sú besta :)