Evolution Evolution er ein af sumsarsmellunum í ár með David Duchovny og Julianne Moore í aðalhlutverkum. –Myndin fjallar um loftstein sem hrapar á jörðina og það í Bandaríkjunum. Steinninn inniheldur furðulega hluti og áður en menn vita af þá gæti jörðin verið í mikilli hættu-. Ég vill ekki segja of mikið því söguþráðurinn er á barmi spoilers. Evolution er allt í lagi mynd blönduð hasar/spennu/gríni og hvað eina, David Duchovny stendur sig nokkuð vel og Seann William Scott sem betur er þekktur sem Stiffler úr American Pie er í einu lykilhlutverki þessarar myndar og stendur sig eins og ætla má og eigum við eflaust eftir að sjá hann í fleyrum gamanmyndum á næstuni. Að mínu mati er myndin í heild sína litið ágætis della og alveg vert að sjá en hún skilur ekki mikið eftir sig. Samt sem áður eru fullt af skemmtilegum bröndurum og það helst kynferðislegir brandarar og er hægt að hlæja af þeim og skemmta sér með príði ef maður er í stuði. Evolution er fyrir alla en samt sem áður ekkert til að hrópa húrra fyrir.


David Duchovny …. Dr. Ira Kane
Julianne Moore …. Dr. Allison Reed
Orlando Jones …. Dr. Harry Block
Seann William Scott …. Wayne Green
Ted Levine …. General Woodman